Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 47

Dvöl - 01.07.1940, Blaðsíða 47
D VÖL 205 Frá sjónarmiðl YÍNÍiidaiiiia Eftír ,T. It. S. Ilaldane Jón Eyþórsson þýddi „Menning vor er efnislega vísindaleg en andlega úrelt. Við höfum á okkur yfirskin vísindanna, en afneitum þeirra krafti í daglegri hegðun." Vísindanna gætir nú þegar með tvennu móti hjá alþýðu manna, körlum sem konum. Þau eiga þeim að þakka, að geta ekið í bifreið eða strætisvagni í stað hestvagna, að komast undir læknishendi í veik- indum í stað presta eða galdra- norna og að falla fyrir kúluskoti eða sprengikúlu í stað rýtings eða höggvopns. Þau hafa einnig mótað skoðanir þeirra. Flestir munu trúa því, að jörðin sé hnöttótt og að himininn sé því nær tómur, í stað þess að vera úr föstu efni. Og margir trúa því nú orðið, að við séum komin af dýrum að lang- feðgatali og að hægt sé að bæta upplag mannsins stórum með líf- fræðilegum aðferðum. En vísindin geta gert annað og mikilsverðara fyrir mannsandann heldur en að setja nýja trú í trúar stað eða innræta honum vantrú á rótgrónum skoðunum. Þau geta smátt og smátt breitt út meðal alls þorra manna þau sjónarmið, sem eru ríkjandi meðal þeirra, sem að rannsóknum vinna, og sem hafa gert nokkrum þúsundum karla og nokkrum tugum kvenna fært að skapa hinn vísindalega grundvöll undir menningu vorra daga. Því að ef vér eigum að hafa hemil á eigin gerðum og annarra eins og vér leitumst við að hafa hemil á náttúruöflunum, þá verður hið vís- indalega viðhorf að koma út fyrir rannsóknarstofurnar og eiga þátt í hinum daglegu störfum. Það er einfeldni að álíta, að sá grundvöll- ur, sem þegar hefir gerbylt iðnaði, jarðrækt, hernaði og læknislist, muni reynast gagnslaus, ef hann er settur í samband við heimilið, þjóðina eða mannkynið í heild. En ógæfan er sú, að hinn vaxandi skilningur á þessari staðreynd opn- ar um leið dyrnar fyrir ótölulegan sæg af falsspámönnum, sem halda sínum eigin sérskoðunum í félags- fræði fram sem vísindum. í nafni vísindanna stagast þeir á því, að við séum dauðadæmdir, ef við hættum ekki að reykja, ef við ekki tökum upp ■— eða útrýmum — takmörkun á mannfjölgun o. s. frv. Það er nú ekki ætlun mín að halda fram neinni vísindalegri kenningu, held- ur aðeins hinu vísindalega sjónar- miði. Hvað er einkenni þess sjónar- miðs? í fyrsta lagi að reyna að vera sannorður og um leið óhlutdrægur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.