Dvöl - 01.07.1940, Page 25

Dvöl - 01.07.1940, Page 25
D VÖL 183 1 heyið, heyrðist honum vindurinn leika á álmurnar á heykvíslinni, og verkstjórinn, sem sá hann standa iðjulausan með afturkembt hárið, þar sem hann var að hlusta á hljóðið í vindinum, greip ól og danglaði í hann nokkrum sinn- um, til þess að vekja hann af dag- draumum sínum, en það bar lítinn árangur. Á næturnar, þegar froskarnir kvökuðu og keldusvínið skrækti á enginu, þegar stjörnuhegrinn drundi úti á flæðunni og haninn galaði í garðinum, gat drengurinn ekki sofið. Hann hlustaði hrifinn og hamingjan veit, hvaða sam- hljóma hann hefir fundið í þess- um ólíku röddum. Móðir hans þorði ekki að fara með hann til kirkju því að eftir því, hvort tón- ar orgelsins voru dimmir eða skærir, urðu augu drengsins ýmist döpur og tárvot eða björt og blik- andi. Næturvörðurinn, sem rólaði um þorpið á hverri nóttu og taldi stjörnurnar eða talaði í lágum hljóðum við hundinn sinn til þess að halda sér vakandi, sá oftar en einu sinni á hvíta stakkinn hans Janko litla, þar sem hann var að skjótast í rökkrinu til veitinga- hússins. Hann fór ekki inn í hús- ið, heldur lagðist þétt upp að veggnum og hlustaði. Gestirnir hringsnerust þarna eftir fjörugum hljóðfæraslætti og öðru hvoru kvað við margraddað „hal-ló!“ Fótastappið heyrðist greinilega og blandaðist saman við skrækar og tilgerðarlegar raddir kvenfólksins. Fiðlan niðaði mjúkt og blíðlega, cellóið drundi. Gluggarnir ljóm- uðu af ljósum. Það var eins og hver fjöl í húsinu bergmálaði radd- ir og tóna. Og Janko litli hlustaði. Hvað mundi hann ekki vinna til þess að eiga fiðlu, sem ætti slíka tóna? Hvernig átti hann að seiða fram svona hljóm? Ef þeir vildu nú leyfa honum að snerta hana með fingrunum. Nei. Allt, sem hann gat og mátti, var að hlusta. Og þarna stóð hann og hlustaði, þar til hryssingsleg rödd næturvarðarins kallaði til hans utan úr myrkrinu. „í rúmið með þig, óþekktarang- inn þinn Þá trítlaði hann aftur heim í kofann, en hljómar fiðlunnar fylgdu honum eftir gegnum myrkrið. Það var mikill viðburður, þegar hann heyrði leikið á fiðlu í brúð- kaupsveizlum eða á uppskeruhá- tíðinni. Við slík tækifæri skreið hann vanalega á bak við ofninn og húkti þar steinþegjandi og starði fram fyrir sig stórum og glampandi augum eins og köttur í náttmyrkrinu. Að lokum smíðaði hann sér fiðlu úr þakspæni og notaði hross- hár í strengi. Hljóðið í henni var að vísu ekki eins fallegt eins og í fiðlunni í veitingahúsinu. Streng- irnir suðuðu svo dauft, svo skelfing

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.