Dvöl - 01.07.1940, Page 45
DVÖL
203
— aðeins ástina til þín? Hún er
allt, sem ég á, og ég hefi fórnað
henni fyrir þig í tíu ár. En nú er
ég orðin hraidd um hana. Hún er
orðin svo fátæk og tötraleg, og
þess vegna verð ég að fara frá þér.
Mér finnst, að ég eigi það skilið,
vinur minn, — og þú einnig, —
hinn eiginlegi þú.“
Og hann gat ekki að því gert,
sagði hann, að hann elskaði hana.
En það, sem hann gat ekki skilið,
var að l'rá þeirri stundu hætti
hann að hafa tilfinningu fyrir því,
að hann væri eiginmaður hennar,
að hún hefði nokkurntíma tilheyrt
honum. Það var alveg óskilj anlegt,
að þau hefðu nokkru sinni verið
eitt, þau, sem nú voru svo fjarlæg
hvort öðru. Nálægð hennar, sem
þá hafði virzt svo náttúrleg, en
nú myndi heil mannsæfi ekki end-
ast til að brjóta niður þá múra,
sem hún hafði reist á milli þeirra.
En hversu ósegjanlega hafði hann
ekki verið hamingjusamur á þess-
ari liðnu t.íð, — án þess að vita um
það!
Hann retlaði að snerta hana, og
það var eins og rafhögg, þegar
hann skynjaði, að hann mátti
það ekki. Hún var ekki konan
hans.
Og Lamoii' sagði: „Það verður
tækifæri síðar — “
Hann greip það eins og drukkn-
andi maður hálmstrá. „Síðar?
Lamoir, þú átt við, að þú ætlir að
koma aftur?“
„Nei,“ sagði hún, „ég átti ekki
við það. Ég kem aldrei aftur.“
„Jú, þú kemur aftur,“ sagði
hann út á milli tannanna, og með
því að beita öllum viljakrafti sín-
um, tók hann hana í faðm sér.
En hún fór samt burtu, og hún
kom aldrei aftur. —
Við þögðuni um stund, eftir að
Hugh hafði sagt okkur, hvernig
Lamoir yfirgaf hann. Og svo hélt
hann áfram: „Hún hafði auðvitað
á réttu að standa. Ég skildi það
síðar. Og þess vegna hefi ég ekki
reynt að sjá hana í þessi síðustu
níu ár. Þið skiljið það, að ástin
getur verið búin á ýmsa vegu. Við
klæðum hana í ákveðin föt og við
segjum: „Þetta er ástin mín.“ Við
sjáum kannske ekki, að við höf-
um fært hana í klæði beininga-
mannsins. Ástin getur verið svo
óskaplega erfið, og eiginlega þurf-
um við að læra að elska, á sama
hátt og við lærum að leika á hljóð-
færi. Ég kunni það ekki. En bráð-
um sé ég Lamoir aftur. Ég fer til
Algier í næstu viku. Ég hefi lengi
ætlað mér að fara, en ég verð að
bíöa í nokkra daga enn — “
„En, Hugh,“ sagði ég, „ — hvers
vegna viltu bíða? Lamoir þráir að
sjá þig; ég veit, að hún gerir það.“
„Já. En ég verð nú samt að
bíða í fimm daga eða svo. Það er
dálítið, sem ég þarf að gera. Þið
hlæið kannske að því, en það verð-
ur að hafa það. Ég ætla að sjá
Playmate Place aftur. Hann verð-
ur áreiðanlega eins og í gamla