Hlín - 01.01.1957, Qupperneq 69
Hlin
67
komið að notum, en sá sem ekki er búinn neinum þeirra,
getur verið eins elskaður og mesti hæfileikamaðurinn. —
Heimilið tekur fátækt vinnuifólk inn í sín heimili og
heldur því þar alla æfina. — (Það missir ekki sjónar á nein-
um sinna, og slátrar alikálfinum, þegar týndi sonurinn
kemur heim. — Það er forðabúr þjóðsagna og kvæða, það
á sína eigin helgisiði, það geymir minningu forfeðranna,
sem engin saga greinir frá. — Þar má hver og einn vera
eins og honum er eðlilegast, meðan hann truflar ekki
samræmið.
Ekkert er til liprara og miskunsamara, sem mennirnir
hafa skapað. Ekkert er til, sem er eins elskað, eins mikils
metið og verk konunnar, heimilið.
En fvrst þessu er þannig varið, fyrst við könnumst við
það, að öll kvennavinna sje lítilsvirði í samanburði við
það stórkostlega verk, sem 'hún hefur unnið á heimilinu,
þegar við sjáum, hve gáfur kvenma benda þrákelknislega
í þessa átt, verðum við þá ekki af öllu hjarta að láta í Ijósi
óánægju okkar yfir kvenrjettinda-hreyfingunni, þessari
ijurtför kvenna frá heimilinu, þessum útflutningi frá eig-
in verkáhring þeirra. inn í verkahring karlmannsins.
Flestir karlmenn, og mikill hluti kvennanna sjálfra,
hafa óttast þetta og talið það hættulegt.
Það hefur líka verið reynt að stöðva og girða fyrir það,
en ekkert hefur stoðað — Viðleitni ungra kvenna til þess
að vinna fyrir sjer hefur ekki verið sýnd mikil viðurkenn-
ing, miklu fremur hefur oft verið hæðst að henni og hleg-
ið að henni.
Lökustu störfin, verstu launin hafa menn boðið henni,
og hún ltefur þakkað fyrir og tekið við þeim. Þetta er
talið sjsálfsagt. — Menn finna það einhvern veginn á sjer,
að konan hafi gert rangt í að yfirgefa heimilisverkin.
Nú á dögum leitiast menn við að gera sjer grein fyrir
nvernig standi á Ameríkuferðunum t. d. — Menn kenna
það þröngum fjárhag, löngun til frelsis og jafnrjettis, ný-
ungagirni, áeggjan annara o. s. frv.
5*