Hlín - 01.01.1957, Page 137
Hlín
135
brigðum hvað matinn snerti, fengum hinar ágætustu móttökur,
og fljóta afgreiðslu hjá veitingakonunni, frú Önnu Sigurðar-
dóttm-. — Þaðan var ekið með fullan maga eftir góða máltíð og
rjúkandi rjómakaffi, áfram í kringum Bitrufjörð, út ströndina,
yfir Ennishöfða, sem er einn með víðsýnustu stöðum af þjóð-
vegum landsins. — Þar var stansað og notið þar ágætis útsýnis
í allar áttir: Fram til heiða, upp til fjalla, og yfir flóa, firði og
sker, og síðast en ekki síst, yfir blómleg og vel bygð bændabýh,
sem lýsa stórhug, dugnaði og manndómi. — Af þessum víðsýna
Ennishöfða höldum við ofan í Kollafjörð og verður þá fyrst fyr-
ir okkur Broddadalsá og stórbýlið Broddanes, með sínum mikla
myndarbrag og stóru hlunnindum, þar sem blasa við úti á blá-
um firðinum eyjarnar, skreyttar flöggum og öðru slíku til að
hæna fuglinn að. — Þar er mikið æðarvarp, kofnatekja.og sel-
veiði. Einnig er ströndin víða hvít af rekavið, sem eru mikil
hlunnindi fyrir bændurna, sem búa á rekajörðunum.
í kringum Kollafjörð er hka ekið, og þar fram hjá mörgum
fögrum býlum, fram hjá Kollafjarðarneskirkju og Hvalsá, þar
sem lýsir sjer stórhugur og dugnaður þeirra heiðurshjónanna
frú Guðrúnar og Ágústs bónda.
Áfram er ekið að Kirkjubóli til Ragnheiðar Lýðsdóttur og
Benedikts Grímssonar, þeirra víðþektu rausnarhjóna, því við
vorum búnar að fá boð um það að stansa þar, eins og við gerð-
um, og fengum góða gesti í bílinn til okkar: Þær heiðurskon-
urnar Ragnheiði á Kirkjubóli og Þórdísi á Smáhömrum, sem
báðar eru í stjórn Kvenfjelagsins „Björk“. Þær færðu okkur
þau gleðitíðindi, að við sjeum allar boðnar til kaffidrykkju hjá
Kvenfjelaginu „Glæður“ á Hólmavík, og ætli þær nú að verða
okkur samferða og sitja með okkur þetta góða boð.
Til Hólmavíkur komum við kl. 3.30 og ókum upp að barna-
skólahúsinu, sem er hin prýðilegasta bygging. Og þar taka á
móti okkur fjelagskonurnar með hinni mestu gestrisni og hlýju
og bjóða okkur til kaffidi'ykkju. Þar var veitt óspart af mikilh
rausn. — Þegar sest var að borðum, bauð formaðxu- kvenfje-
lagsins, frú Anna Jónsdóttir, okkur velkomnar og bað að njóta
þess er fram væri boðið.
Rætt var saman um stund, og skifst á ræðum, þar til við
höfðum notið með gleði góðra veitinga. — Þá sýndu Hólmavík-
urkonur okkur staðinn, ásamt grunni að fyrirhugaðri kirkju,
sem ákveðið er að byggja fyrir þorpið. — Því næst buðu þær
okkur að skoða rafstöð og rafvirkjun, sem er upp við Þyrils-
vallarvatn, og óku konurnar þangað upp eftir með okkur, og
skoðuðum við þessi fögru og þarflegu mannvirki. Þetta er lífæð