Hlín - 01.01.1957, Side 138

Hlín - 01.01.1957, Side 138
136 Hlín kaupstaðarins og einnig sveitanna, því í ráði er að rafvæða út frá þessari stöð mikið af bygð sýslunnar. Við Þyrilsvallavatn er hið fegursta útsýni og berjaland vítt og auðugt, og á þessum fagra stað skildu þær Hólmavíkurkonur við okkur, og þökkuðum við þeim ógleymanlegar móttökur og ánægjulega samverustund. En með okkur voru til baka þær stjórnarkonur úr Kven- fjelaginu „Björk“, ásamt Þorsteinsínu Brynjólfsdóttur á Víði- dalsá, og skildi hún við okkur hjá sínu rausnarheimili. — Og svo var haldið að Kirkjubóli, og þá var kl. um 8 um kvöldið. Bauð frú Ragnheiður okkur að ganga í bæinn og þiggja eitt- hvert snarl, eins og hún orðaði það. — En Blönduóskonunum, sem voru þessu heimili ókunnar, fanst það varla borga sig að fara að, stoppa eftir einhverju snarli, þar sem sjálf húsmóðirin var búin að vera á ferðalaginu með okkur allan seinni hluta dagsins. — En samt varð það úr, að allar gengu í bæinn, og þegar inn kom, var búið að dúka borð og leggja þar á fyrir 28 manns, og lá við að borðið svignaði undan spikfeitu hangikjöti, kartöflum, reyktum rauðmaga, harðfiski, nýstrokkuðu smjöri og heimabökuðu brauði. — Ekki þurfti að bíða lengi eftir matn- um — húsfreyjan hafði sjeð fyrir öllu, áður en hún fór að heim- an. — Og ekki þurfti annað en setjast að borðum og raða í sig ramíslenskum mat, þeim besta sem völ er á, og fram var borinn af rausn og myndarbrag. — Á eftir öllu þessu var svo komið með ávaxtagraut og rjóma. Loks var staðið upp frá borðum, þegar búið var að gera matnum góð skil, og gengum við út í skrúðgarðinn, sem er ung- ur að árum, en ræktarlegur og lýsir smekkvísi og dugnaði hjón- anna, sem alstaðar má sjá úti og inni. — Loks kvöddum við svo þetta mikla rausnarheimili með þakklæti og hlýjum óskum, og lögðum á stað heim sömu leið til baka, og með okkur húsfreyj- an á Smáhömrum, sem var búin að eyða með okkur miklum hluta af deginum. — Þegar komið var að hennar fallega heim- ili, kvöddum við hana með hlýju þakklæti fyrir skemtilega samverustund. Svo var haldið áfram inn með ströndinni, og enn var veðrið hið dásamlegasta: Firðirnir spegilsljettir eins og stöðuvötn, og sveitin friðsæl og fögur í kvöldkyrðinni. — Víða við ströndina skriðu selirnir ofan af skerjum og steinum og æðurinn kúrði við flæðarmálið með unga sína, alt var iðandi af lífi og dásam- leg kvöldkyrðin heillaði svo hug manns, að maður gat helst kropið í auðmýkt og hljóðri bæn, og þakkað fyrir alla þá dýrð og fegurð, sem fólgin er í skauti náttúrunnar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hlín

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.