Hlín - 01.01.1957, Síða 138
136
Hlín
kaupstaðarins og einnig sveitanna, því í ráði er að rafvæða út
frá þessari stöð mikið af bygð sýslunnar.
Við Þyrilsvallavatn er hið fegursta útsýni og berjaland vítt
og auðugt, og á þessum fagra stað skildu þær Hólmavíkurkonur
við okkur, og þökkuðum við þeim ógleymanlegar móttökur og
ánægjulega samverustund.
En með okkur voru til baka þær stjórnarkonur úr Kven-
fjelaginu „Björk“, ásamt Þorsteinsínu Brynjólfsdóttur á Víði-
dalsá, og skildi hún við okkur hjá sínu rausnarheimili. — Og
svo var haldið að Kirkjubóli, og þá var kl. um 8 um kvöldið.
Bauð frú Ragnheiður okkur að ganga í bæinn og þiggja eitt-
hvert snarl, eins og hún orðaði það. — En Blönduóskonunum,
sem voru þessu heimili ókunnar, fanst það varla borga sig að
fara að, stoppa eftir einhverju snarli, þar sem sjálf húsmóðirin
var búin að vera á ferðalaginu með okkur allan seinni hluta
dagsins. — En samt varð það úr, að allar gengu í bæinn, og
þegar inn kom, var búið að dúka borð og leggja þar á fyrir 28
manns, og lá við að borðið svignaði undan spikfeitu hangikjöti,
kartöflum, reyktum rauðmaga, harðfiski, nýstrokkuðu smjöri
og heimabökuðu brauði. — Ekki þurfti að bíða lengi eftir matn-
um — húsfreyjan hafði sjeð fyrir öllu, áður en hún fór að heim-
an. — Og ekki þurfti annað en setjast að borðum og raða í sig
ramíslenskum mat, þeim besta sem völ er á, og fram var borinn
af rausn og myndarbrag. — Á eftir öllu þessu var svo komið
með ávaxtagraut og rjóma.
Loks var staðið upp frá borðum, þegar búið var að gera
matnum góð skil, og gengum við út í skrúðgarðinn, sem er ung-
ur að árum, en ræktarlegur og lýsir smekkvísi og dugnaði hjón-
anna, sem alstaðar má sjá úti og inni. — Loks kvöddum við svo
þetta mikla rausnarheimili með þakklæti og hlýjum óskum, og
lögðum á stað heim sömu leið til baka, og með okkur húsfreyj-
an á Smáhömrum, sem var búin að eyða með okkur miklum
hluta af deginum. — Þegar komið var að hennar fallega heim-
ili, kvöddum við hana með hlýju þakklæti fyrir skemtilega
samverustund.
Svo var haldið áfram inn með ströndinni, og enn var veðrið
hið dásamlegasta: Firðirnir spegilsljettir eins og stöðuvötn, og
sveitin friðsæl og fögur í kvöldkyrðinni. — Víða við ströndina
skriðu selirnir ofan af skerjum og steinum og æðurinn kúrði
við flæðarmálið með unga sína, alt var iðandi af lífi og dásam-
leg kvöldkyrðin heillaði svo hug manns, að maður gat helst
kropið í auðmýkt og hljóðri bæn, og þakkað fyrir alla þá dýrð
og fegurð, sem fólgin er í skauti náttúrunnar.