Hlín - 01.01.1957, Page 140
138
Hlin
Lagt inn í kaupstað á Haukagili uni 1840.
Ull og tólg, pakkeinskefta og prjónles (sjóvetlingar og fínir
hálfsokkar, tvinnað saman hvítt og blátt). — Pakkeinskeftan og
sjóvetlingarnir voru úr haustull, einföld uppistaða og fyrirvaf.
— Haustullin var í lágu verði (eitt mark pundið). Vetlingar
seldust á ríksort (24 skildinga). — Tólgin seldist oft á 24 skild-
inga pundið. — Ullin seldist á 24 skildinga pundið. — Smjörið
var látið til kaupafólks: Tveir fjórðungar á viku til pilta og einn
fjórðungur til stúlkna. — Æfinlega ósaltað.
Á haustin var slátrað fjölda af kindum, oft sem svaraði tunna
á mann. — Ýmist saltað eða hengt upp. — Blóðið var lítið
drýgt, borðað mestmegnis á haustin, vambirnar soðnar og súrs-
aðar, en þegar gerður var blóðmör, þá var látið í vömbina heila
og saumað á milli. — Lifrin var soðin, lifrapylsa gerð aðeins
að gamni sínu. — Ketsúpa á hverjum rúmhelgum degi allan
veturinn eða baunir, ýmist með bankabyggi heilu, eða kastað
út á rúgmjöli. — Sviðin voru öll borðuð upp á haustin, ekki
súrsuð, en höfð á sunnudögum, og soðin daginn áður. — Kálfs-
kjöt eða svið gefin á sunnudögum fram að jólum, hraun á tylli-
dögum, hangikjöt á hátíðum. — Hræringur og mjólk eða skyr
og mjólk, (nýmjólk), ætíð að kvöldinu, en enginn biti (fiskur
eða brauð), nema sauðamaður, hann hafði smjör í öskju á hillu
sinni, svo var Játinn hjá honum harðfiskur á kvöldin, en á
morgnana pottkanna af mjólk. — Heilt bankabygg og hleypt
mjólk var soðið með fjallagrösunum. — f heitu mjólkina voru
stundum látnir 2—3 hnefar af fínu bankabyggsmjöli. — Lunda-
baggarnir voru allir hengdir upp til reykingar. — Súrsaðir voru
sundmagar, tálkn, roð og sporðar.
Baunir og mjólkurgrautur var soðið á sunnudögum að
sumrinu, annars aldrei soðið neitt til miðdegisverðar á sumrin.
— Piltarnir fóru út kl. 4—5 og fengu þá litla skatt, skyr og
mjólk. Húsmóðirin fór þá ofan líka og tók til litla skattinn.
Stúlkumar fóru svo ofan rjett á eftir, fengu engan litla skatt, en
fóru þá þegar að strokka, mjólka kýrnar, síðan ærnar, búa til
skyrið o. s. frv. — Nætursmalinn átti að koma með fjeð, þegar
búverkavatnsi-eykurinn, eða áareykurinn sást bera við loft. —
Alt átti að vera búið um dagmál. — Þá fóru stúlkur á engjar,
eftir að hafa fengið sinn skatt. — Piltar komu heim um það
leyti til að borða skattinn: Hræring og mjólk (síðar, um 1860,
harðfiskur og brauð).
Miðdegisverðurinn var harðfiskur og smjör og flatkökubiti
og eftirá skyr og mjólk eða hræringur. — Sunnudagar: Hnaus-
þykkar baunir og smjör út í, eða mjólkurgrautur með rjóma út