Hlín - 01.01.1957, Page 145
Hlin
143
Matargerð.
Jeg hef beðið Steinunni Ingimundardóttur, sem var mat-
reiðslukona á Laugalandi, að gefa „Hlín“ uppskrift af tveim
tegundum matar, sem mjer leikur grunur á, að sje laklega hag-
nýttur af húsmæðrum landsins, en sem Steinunn býr til lystuga
og lostæta rjetti úr. — Það er hænsnaket og brauðmolar eða
skorpur.
Margir afsegja alveg að smakka hænsnaket, mun það ekki
dæmalaust, að fuglunum sje fleygt.
Fylgið dæmi Steinunnar og gerið ykkur góðan mat úr
hænsnaketinu.
Erlendis er hænsnaket haft í mestu tilhaldsveislur, og ekki
man jeg til að hafa smakkað betri sósur, en þá var reyndar
rjómi hafður saman við.
Um brauðmolana og skorpurnar mætti ef til vill segja það
sama: Þetta góða efni er ekki svo hagnýtt sem skyldi. — Á
Laugalandi hef jeg hins vegar smakkað hina ágætustu rjetti úr
brauðmolunum, og þessvegna bað jeg Steinunni um uppskrift
af þeim líka.
Það mætti sjálfsagt bæta hjer við frá eigin brjósti: Notið alt
soð af fiski, kjöti og grænmeti sem til felst, og gerið af súpur
og sósur. Með því móti má draga úr fisk- og kjötkaupum. H.
HÆNSNAKJÖT.
Búnaðarfjelag íslands gaf nýlega út fræðslurit, sem það nefn-
ir: „Hænsni á hverju heimili.“ — í þessu riti er farið mörgum
orðum um hænsnarækt, og gert ráð fyrir að í framtíðinni verði
30—50 hænur á hverju sveitaheimili.
í hagsýnni hænsnarækt er gert ráð fyrir að nytja hænurnar
aðeins í 2—4 ár.
Ef þetta kemst í framkvæmd ,hlýtur að verða mikið hænsna-
kjöt á markaðnum.
En eins og er hryllir marga við hænsnakjöti, og vilja ekki
leggja það sjer til munns. — Á þessu hlýtur að verða breyting
til batnaðar, þegar farið verður að hirða hænsnin betur en
gert er.
Seinni hluta sumars og að haustinu er best að velja úr
hænsnahópnum þær hænur, sem á að slátra. — Best er að setja
hænurnar á gott og fitandi fóður í 2—3 vikur, áður en þeim er
slátrað, en síðasta sólarhringinn er bezt að gefa þeim eingöngu
vatn. — Innyflin verða þá næstum tóm, og það verður hrein-