Hlín - 01.01.1957, Page 146
144
Hlín
legra og hægra að hreinsa kjötið. — Eftir slátrunina þarf kjötið
að fá tíma til að meyrna áður en það er matreitt. — Látið það
hanga á köldum og loftgóðum stað í 1—4 sólarhringa.
Hænsnakjöt er fremur þurt og verður því bragðbest soðið,
en þó getur það líka verið ágætt í steikta rjetti og kjötdeig. —
Gamlar hænur þurfa langa suðu, og er því ágætt að sjóða þær
í moðkassa eða hraðsuðupotti.
Á stórum hænsnabúum verður oft að nota mikið hænsnakjöt,
og er þá um að gera að búa til mismunandi rjetti úr kjötinu og
gera þá bragðgóða og lystuga, svo fólk verði ekki leitt á kjöt-
inu. — Hænsnakjöt er ágætt í kæfu og einnig, með öðru kjöti,
innan í rúllupylsur. — Gott er að safna saman lifrum úr mörg-
um hænum og búa til úr þeim lifrarkæfu. — í kviðarholinu er
oftast mikil fita, sem sjálfsagt er að hirða. — Hænsnafita er
gul, lin og ekki sjerlega skemtileg í meðförum, en við rjetta og
góða hirðingu fæst ágæt feiti til að steikja í. — Reitið alla fitu
úr kviðarhoh hænunnar, brytjið hana, og skohð hana vel í
mörgum vötnum. — Gott er að láta ofurlítinn sóda í fyrsta
skolvatnið. Sjóðið síðan fituna með ofurlitlu vatni þar til alveg
er kyrt í pottinum. — Til að fá betra bragð að fitunni, er gott
að sjóða með henni sítrónusneiðar. — Síið fituna og geymið
hana á köldum og dimmum stað.
Hænsni eru hreinsuð eins og aðrir fuglar, t. d. rjúpur. —
Hænsnakjöt er gott að leggja í bleyti í kalt vatn yfir nótt, áður
en það er matreitt.
Hænsni með grænmeti (frikase).
1 hæna. — Sjóðandi vatn, salt. — % laukur. — 200 gr. gul-
rætur. •— 200 gr. gulrófur, eða annað grænmeti, t. d. blómkál,
hvítkál, grænar baunir. 40 gr. smjörlíki. 40 gr. hveiti. 6 dl.
hænsna- og grænmetissoð.
Látið vatnið renna vel af hænunni og setjið hana yfir til suðu
í söltuðu vatni. — Látið sjóða í 5 mín. Takið hænuna upp úr og
skolið hana í köldu vatni, setjið hana aftur til suðu í nýju, sjóð-
andi, söltu vatni. Veiðið froðuna af, þegar suðan kemur upp, og
látið sjóða þar til kjötið er orðið meyrt, 2—5 tíma. — Sjóðið
laukinn með síðustu 20—30 mín. — Suðutíminn fer eftir því
hve gömul hænan er. — Sjóðið grænmetið með kjötinu, takið
það síðan upp úr, þegar það er soðið, brytjið það og haldið
því vel heitu. Takið hænuna upp úr, þegar hún er vel soðin.
Síið soðið og búið til jafnaða sósu. — Skerið hænuna niður
í frekar smáa bita og raðið þeim fallega á fat og grænmetinu
í kring. Hellið sósunni yfir.