Hlín - 01.01.1957, Page 160
158
Hlin
ust samtök öðruvísi, og talaði kjark í konumar, eina og eina,
og var þangað til að, að fjelag var stofnað.
Rannveig stofnaði okkar fjelag 1941 af sínum áhuga og eld-
móði. Það var skírt „Ósk“, og Rannveig kallaði það óskabarnið
sitt, því hún sagðist vera í nánustum tengslum við Óslands-
hlíðina af öllum sveitum á þessu svæði. Hjer starfaði hún ung
að fjelagsmálum ungmenna-samtakanna, hjer var hún barna-
kennari og stóð altaf í nánu sambandi við fólkið hjer. — Gott
væri ef kvenfjelögin, sem Rannveig stofnaði, gætu verið sem
minnisvarði um þann gróðrarmátt huga og handar, sem ætíð
fylgdi henni og öllum þeim störfum og hugsjónum, sem hún
vildi lyfta í æðra veldi.
Eitt sinn sagði Rannveig á Sambandsfundi: „Hvar sem jeg
hef verið, og hvert sem jeg hef flækst, hef jeg æfinlega þurft að
hafa einhvem tind eða einhverja hæð fyrir Mælifellshnjúk!" —
Svo heitt unni hún átthögunum og Skagafirði. — Svo oft lagði
hún líka á brattann í lífinu, og hlotnaðist sú gæfa að nú tindin-
um, sem stefnt var á.
Kvenfjelagið hjer er minnisvarði Rannveigar, alt sem við
gerum er sprottið frá henni, gert í anda hennar.
Við munum reyna, þó við sjeum fáar, að standa saman um
þetta óskabam Rannveigar, vinkonu okkar, meðan við tórum.
Þá er að minnast á bókasafnið okkar, sem þú óskar að fá
frjettir af. Það er nú, ef til vill, tæpast hægt að nefna það því
nafni enn sem komið er, en fyrst er vísirinn, svo kemur berið.
Við höfum altaf keypt sameiginlega „Nýtt kvennablað" og
„Húsfreyjuna" frá upphafi, og þetta látum við binda í bækur,
svo er „Hlín“ öll árin. Svo eigum við „Minningarrit kvenna“ o.
fl. Svo kaupum við móðinsblöð, 4—5 á ári, og hjálpar það mik-
ið til við saumaskap, af því að góð sniðblöð fylgja .— Skáld-
sögur og tímarit, sem er keypt í Lestrarfjelaginu, kaupum við
ekki, því það fjelag er hjer á sömu slóðum, og við meðlimir í
því.
Við höfum aðgang að samkomuhúsi, og kemur það sjer vel.
Við fórum skemtiferð í kvenfjelaginu á 10 ára afmælinu, og
svo aftur í sumar sem leið (1956), þegar fjelagið var 15 ára.
Ætlum að halda því við á fimm ára fresti, ef við eigum í sjóði
til þess, og við höfum boðið mönnunum okkar með. — Annars
eigum við aldrei neitt, tekjurnar eru litlar ,og altaf nóg með
aurana að gerar til hjálpar eða nytsemdar.
Stærsta og eina takmarkið, sem við verðum nú öll að keppa
að, er að koma upp Sjúkrahúsi á Sauðárkróki. — Húsið er
gamalt timburhús við aðalgötu. — Þar er margt gamalt fóllc og