Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 48

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 48
Þennan vetur var stjóm handknattleiks- deildar gríðarlega samhent með Lúðvík Ama Sveinsson sem formann. Ég var varaformaður, Hilmar Böðvarsson gjald- keri, Ari Guðmundsson var með ung- lingastarfið og Gunnar Þór Jóhannesson var einnig mjög ötull. Þetta var einstakur vetur og valinn maður í hverju rúmi, utan vallar sem innan. Við tókum við gríðarlega erfiðu búi og settum okkur það markmið að vera með fjáraflanir í hverjum einasta mánuði. Þetta tók sinn toll og við sprungum hreinlega á endan- um. Við rönkuðum við okkur á Konu- daginn þegar við gengum í hús í Hlíðun- um og Fossvogi og seldum blóm. Það var slagveður og ég man að ég stóð holdvotur fyrir framan dyr með blóm- vönd í hendinni og hugsaði hvað í ósköp- unum ég væri að gera. Ég fór heint, gaf konunni blómvönd, tengdamömmu ann- an, henti restinni og borgaði allt sjálfur. Við fórum allir yfir strikið. En starfið tengdi okkur órjúfanlegum böndum og Ómar og Valdimar Grímsson eru miklir mátar. Hér eru þeir staddir í sumarbú- stað Ómars á Laugarvatni. við, sem störfuðum þetta tímabil, erum bestu vinir í dag og hittumst reglulega. Gleðistundimar þennan vetur voru miklu fleiri en hinar. Sumir af leikmönn- um Vals á þessum tíma eru mínir bestu vinir. Nægir þar að nefna Valdimar Grímsson, Geir Sveinsson, Júlíus Jónas- son, Guðmund Hrafnkelsson og fleiri. Þótt sjálfsboðaliðsstarf sé yfirleitt van- þakklátt hef ég oft fengið klapp á bakið. Eitt stendur upp úr hvað það varðar en það tengist meistaraflokki karla í hand- bolta. Ég hafði mætt á alla leiki í hand- boltanum alveg frá því húsið var tekið í notkun en af sérstökum ástæðum komst ég ekki á þrjá leiki í röð. Ég mætti loks- ins aftur og tók mér sæti á mínum stað, á fremsta bekk. Þegar liðin hlupu inn á völlinn tóku strákamir eftir því að kall- inn var mættur og þeir hlupu í halarófu að mér og slógu allir í hendina á mér. Enginn í húsinu vissi hvað var um að vera en mig grunaði að Guðmundur Hrafnkelsson og Dagur Sigurðsson hafi átt frumkvæðið að þessu. Þetta var ógleymanleg stund og maður upplifir bara svona augnablik einu sinni á ævinni.“ Ómar segir að Þorbjöm Jensson sé einn af eftirminnilegustu mönnum sem hann hefur kynnst hjá Val. „Ég starfaði náið með honum þegar ég var í stjórn handknattleiksdeildar og það var mjög gaman að vinna með honum. Flestir þjálfarar heimta eitt og annað hjá stjóm og stjómarmönnum en mér er það mjög minnisstætt þegar við settumst niður með Þorbirni veturinn 1992 en þá voru sjö af fastamönnum liðsins meiddir, nánast allt landsliðsmenn. Við spurðum Þorbjöm hvað væri til ráða. Hann sagði einfald- lega að við yrðum að keyra á strákunum í 2. og 3. flokki. Við spurðum þá hvort þeir myndu klára dæmið og Þorbjöm sagði að þeir yrðu bara að gera það. Hann gerði ætíð það besta úr því sem hann hafði. Ég tel að Þorbjöm sé einn af betri handknattleiksþjálfurum heims í dag og hefði viljað sjá hann taka við stórliði í Þýskalandi. Annars er grunnurinn að góðu gengi meistaraflokks Vals ntjög öflugt ung- lingastarf. Óskar Bjarni og Agúst Jó- hannsson eru að mínu mati einhverjir bestu „ungþjálfarar“ landsins í dag ef svo má að orði komast. Boris Bjami var líka ómetanlegur. Við erum núna að ala upp flokka, karla og kvenna, sem eiga eftir að verða ótrúlega öflugir í framtíð- inni. Þá er Agúst að vinna athyglisvert starf hjá meistaraflokki kvenna.“ Líst þér vel á Geir Sveinsson sem þjálfara? „Ég tel það mikið happ að hann skyldi taka við Val og einnig að Júlíus Jónasson skyldi koma heim. Báðir eru góðir félag- ar og traustir persónuleikar og geta án efa miðlað af reynslu sinni og getu til annarra leikmanna. Það býr gríðarlega mikið í þessu liði.“ Einhverra hluta vegna hefur Ómar staðið nær handboltanum en fótboltanum í Val þótt hann sæki alla fótboltaleikina líka. „Mér finnst umhugsunarvert hvort við getum ekki fært fótboltamennina nær okkur. Við stöndum alltaf saman í gleði og sorg og mér finnst að við mættum hittast mun oftar til að skapa sterkari tengsl á milli allra Valsmanna." Ertu sáttur við þá þróun sem hefur átt sér stað hjá félaginu síðustu árin? „Mér finnst félaginu vera vel stjómað. Þótt við höfum orðið fyrir vissu áfalli með fótboltann í sumar tel ég að fallið hafi bara verið punkturinn yfir i-ið. Við vomm ekki bara að falla í sumar. Hver veit nema það hafi þurft fall til að vekja risann. Við eigum að vera bjartsýnir og horfa fram á veginn. Þegar KR-ingar spyrja hvort við ætlum að kaupa afsláttar- miða hjá BSI eigum við bara að segja já. Það hefur verið vandræðagangur í körfuboltanum og ég hef aldrei legið á þeirri skoðun minni að við ættum ein- vörðungu að tefla fram liðunt í hand- bolta og fótbolta. Það væri mun auðveld- ara að markaðssetja félagið þannig og vinna að ýmsum málum. Yfirhöfuð er ég mjög ánægður nteð handboltadeildina því við höfum átt miklu láni að fagna. Við höfum að mestu leyti byggt liðið upp á heimamönnum en / einni affjölmörgum sumarbústaðaferðum Valsmanna til Ómars á Laugarvatni. Þarna eru þeir „léttir í lund“ frá vinstri: Arni Guðmundsson, Óskar Bjarni Óskarsson, Fidel Jónsson, Sveinn Sigfinnsson, Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson. 48 Valsblaðið 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.