Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 56

Valsblaðið - 01.05.1999, Blaðsíða 56
Eitip Þorgrím Þráinsson „Komdu fagnandi, stórvinur minn,“ sagði Lolli (Ellert Sölvason) þegar ég sló á þráðinn til hans nokkrum dögum áður en hann varð 82 ára, þann 17. desember síðastliðinn. Það er ekki hægt að segja að Lolli hal'i verið eins og grár köttur að Hlíðarenda síðustu árin en hann er þó nánast í daglegu sambandi við starfs- menn félagsins, „til að fylgjast með gangi mála,“ eins og hann tók til orða. Það birti reyndar til að Hlíðarenda þann 1. desember þegar Lolli mætti á stofn- fund Valsmanna hf. í rauðri flíspeysu (hvað annað) og fylgdist nteð af áhuga þegar stórt skref að bjartari framtíð Vals var stigið með stofnun hlutafélagsins. „Mér líst afskaplega vel á þetta,“ segir kötturinn, „þetta léttir lund mína. Ekki síst að sjá allan þennan fjölda saman- kominn. Eg er alltaf skuldlaus við félag- ið, borga árgjaldið mitt fyrstur manna - með glöðu geði.“ En hvernig ætli kötturinn sé til heils- unnar.- „Þetta er allt f áttina," segir Lolli af sinni einskæru jákvæðni og bjartsýni. „Heilsan er að batna en fætumir eru ómögulegir. Eg er með stöðuga verki og er þar af leiðandi lítið á ferli. En ég sleppi að sjálfsögðu ekki svo stórum við- burði eins og stofnfundur Valsmanna hf. var.“ Ertu búinn að jafna þig eftir fall okkar niður í 1. deild? „Já, ég er búinn að því en það tók dálít- inn tíma. Eg horfði á beina útsendingu frá leik Fram og Víkings og við vorum rúmar tvær mínútur frá því að bjarga okkur frá falli. Mér leið afskaplega illa. En maður verður að kunna að tapa þótt maður vilji helst alltaf sigra. Núna liggur leiðin bara upp á við hjá okkur. Stelpurn- ar hafa staðið sig vel, bæði í handbolta og fótbolta og ég hef mikla trú á meist- araflokki karla í báðum greinum. Vals- hjartað mun koma þeim aftur á toppinn. Það er ekki spurning, elsku vinur.“ Hvaða augnablik frá gamalli tíð koma oftast upp í hugann? „Það er úrslitaleikur unt Islandsmeistara- 1 1 :1 Ti i •téisiy 'xtíUi Tveir af bestu sonum Vals; Lolli og Guðni Bergsson atvinnumaður hjá Bolton en fyrr- um leikmaður Tottenham. Þeir vortt viðstaddir þegar Valur opnaði lieimasíðu knatt- spyrnudeildarformlega síðastliðið vor. Ljósm. Þ.Ó. titilinn á móti KR árið 1938. Okkur dugði jafntefli en KR þurfti að vinna. Við vorum 2:4 undir þegar tvær mínútur voru eftir. Við skoruðum þriðja markið og það fjórða eftir fyrirgjöf frá Magnúsi Bergsteinssyni. Þetta var Ijúft ár. Svo eru úrslitaleikirnir gegn Fram árið 1942 minnisstæðir. Fram dugði jafntefli en við þurftum að vinna til að knýja fram úr- slitaleik um titilinn. Ég fékk feiknaspark í afturendann í fyrri hálfleik og Ulfar Þórðarson hlúði að mér með smyrslum, bindum og fleiru. Staðan í leikhléi var 0- 0. Þegar 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var ég búinn að skora fjögur mörk. Við unnum 6-0. I næsta leik varð jafntefli 0-0 þannig að við þurftum að leika í þriðja sinn. Fram skoraði sjálfs- mark í þeim leik og við urðum íslands- meistarar. Svo var gaman þegar við lékum með landsliðinu gegn þýsku úrvalsdeildarliði í Þýskalandi árið 1939. Ég lenti á móti landsliðsmanni sem átti II ár að baki með landsliðinu. Ég lék mér víst að hon- unt eins og köttur að mús en eftir þann leik fékk ég nafngiftina Kötturinn. Hér- mann Hermannsson markvörður Vals sá til þess en hann sagði alltaf: „Ég veit aldrei hvað snýr upp eða niður á honum Lolla þegar ég gef á hann." Hermann var mikill spaugari og skemmtilegur félagi.“ Heldurðu að þú lifir það ekki að sjá Val leika í úrvalsdeildinni að nýju? „Elsku drengurinn, ég er ekkert að fara. Ég er alveg eins og kettlingur í dag. Og það er ekki nema tæpt ár í næsta haust.“ Hvað ætlarðu að gera á jólunum? „Ætli ég dvelji ekki að Hótel Örk eins og ég hef oft gert. Mér líður ágætlega þar.“ BLAA LONIÐ -œvintýri líkast! 56 l/alsblaðið 1999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.