Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 11

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 11
Hefur einhver náð að stinga antilópuna af? „Það er nú aðeins farið að þyngjast í henni en ég hef verið heppinn, haldið hraðanum þokkalega og held í við þá flesta á sprettinum. Bellamy hjá New- castle er öskufljótur og snaggaralegur. Eðli málsins samkvæmt þarf maður alltaf smá tíma til að snúa sér við og koma sér af stað þegar þessir gæjar koma á ferðinni. Þá er maður eins og Titanic, þarf sinn tíma til að trekkja sig í gang en ég var orðinn jafn fljótur og Bellamy eft- ir 3-4 metra. Þá var hann hins vegar kominn með forskot sem erfitt var að vinna upp. Nei, það hefur enginn bein- línis stungið mig af en vissulega er ég ekki eins fljótur og í den tid.“ Það fréttist til íslands að þú hefðir komið einstaklega vel út úr prófi sem allir leikmenn Bolton, 40 talsins, þurftu að þreyta í upphafi leiktíðar? „Já, við tókum allir sprettpróf og test í stökkkrafti og „gamli maðurinn“ var efstur í báðum prófunum þannig að þess- ir ungu þurfa enn að sjá undir iljamar á fyrirliðanum." Hvernig bregðast ungir og metnaðar- gjarnir menn við því að hinn aldni Islendingur standi sig svona vel? „Þeir spyrja stundum hvað við borðum á íslandi. Satt besta að segja eru þeir mjög hrifnir af íslendingum. Eiður Smári var hjá Bolton og hefur slegið í gegn, Amar Gunnlaugsson stóð sig líka vel hjá okkur þannig að þeir fylgjast vel með Islend- ingum. Og hafa mikið álit á þeim.“ Hver er skrautlegasti karakterinn sem þú hefur leikið með? „Ætli það sé ekki Gazza (Paul Gascoigne). Við lékum saman hjá Totten- ham. Hann hafði einstaka knattspymu- hæfileika en fór illa út úr meiðslum og svo var hann svolítið hallur að flöskunni. Undanfarin ár hefur hann ekki náð að sýna sitt besta en hann átti vissulega frá- bært tímabil 1990 þegar hann blómstraði með enska landsliðinu. Þá var hann í hópi bestu knattspyrnumanna heims. Svo var gaman að kynnast Peter Shilton, sem er einn besti markvörður knattspymusögunnar. Hann var lánsmað- ur hjá Bolton á tímabili og við deildum herbergi á keppnisferðalagi. Það liggur við að maður hafi þurft að fara inn á bað- herbergi og skvetta vatni framan í sig yfir þeirri staðreynd að vera herbergisfé- „Elsku pabhi krúttl!" Páldís Björk og Guðni á leið í háttinn. Fyrst var sungið; Vals- menn léttir í lund, til að sú stutta viti hvar hjartað slœr! lagi Peters Shilton. Ég var varla byrjaður að ganga þegar hann var upp á sitt besta í enska boltanum. Chris Waddle, Gary Lineker og mannvinurinn mikli, Gary Mabbutt, eru líka eftirminnilegir karakt- erar en þeir voru hvað sprækastir þegar ég var hjá Tottenham. Annars hef ég ver- ið heppinn að hafa leikið með frábærum einstaklingum í Englandi, íslenska lands- liðinu og Val.“ Ert þú eini hámenntaði maðurinn eða lögfræðingurinn sem hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni? „Mér skilst að Króatinn Slaven Billic, fyrrum leikmaður West Ham, sé lög- fræðingur.“ Hvaða spurningar spyrja fréttamenn í Bretlandi þig helst í ljósi þess að þú ert Iögfræðingur? „Þeir spyrja hvort ég ætli virkilega að praktísera lögfræðina að ferlinum lokn- um. Þeim þykir það merkilegt því í Bret- landi taka leikmenn þá ákvörðun að verða knattspymumenn þegar þeir eru 15-16 ára. Þá hætta þeir námi og taka þá áhættu að reyna fyrir sér á vellinum. 90-95% þeirra sem reyna að verða at- vinnumenn ná ekki að hafa lifibrauð af því. Það er sú hlið knattspymunnar í Bretlandi sem er hvað sorglegust og minnst talað um. Þar sem ég bjóst ekki við að verða atvinnumaður, fór ég í nám með það fyrir augum að þurfa að fram- fleyta mér án þess að spila fótbolta." Freistar það ekki að hætta við að vinna sem lögfræðingur og lifa á því að ávaxta þitt pund? „Ætli ég yrði ekki fljótt leiður á því að horfa á snjókom falla fyrir utan glugg- ann, fylgjast með viðskiptasíðum blað- anna og vonast eftir góðri ávöxtun á mínu pundi. Ég kláraði lögfræðina eftir dúk og disk og hef verið staðráðinn í að starfa sem lögfræðingur. Altént verð ég að gefa lögfræðinni tækifæri.“ Hversu langt getur Bolton náð í vetur? „Raunhæft hefur liðið burði til að verða um miðja deild og jafnvel ofar. Vonandi verðum við ekki í fallbaráttu en það er einungis þriðjungur búinn af mótinu þannig að það er ógjömingur að segja til um hvað næstu mánuðir bera í skauti sér.“ Hver er staða þín innan Bolton sem ...? „Hún er geysilega sterk,“ segir Guðni glettnislega og hlær og leyfir mér síðan að Ijúka spumingunni. „... sem fyrirliði, „grand-old man“ og allt það? Elín Konráðsdóttir, eiginkona Guðna (böm þeirra eru Bergur 9 ára og Páldís 2001 Valsblaðið 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.