Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 51

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 51
eftir Þopgrím Þráinsson .. „Allir hlæja að prumpubrondurum! Snillingarnir Bjarki Sig og Snorri Steinn kalla ekki allt ömmu sína þegar handbolti og húmor eru í fyrirrúmi. Léttleikinn hefur fleytt þeim langt og á örugglega eftir að fleyta þeim úr landi - þo ekki sem atvinnugrínurum. Draumatakmarkiö er að spila með Barcelona. Valsmennirnir og vinirnir Markús Máni, Snorri Steinn og Bjarki Sig tilbúnir að spila sinnfyrsta landsleik - gegn Noregi haustið 2001. "Eg man vel eftir Gaupa þegar ég var að spila með 6. flokki Valssegir Bjarki og er að tala um Guðjón Guðmundsson föð- ur Snorra Steins. „Þá var Gaupi að þjálfa Snorra Stein og Markús Mána sem léku með Víkingi á sínum yngstu árum. Eitt atvik stendur upp úr í minningunni. Við vorum að spila í litlu íþróttahúsi og • jöldi foreldra fylgdist með. Það var jafnt í leiknum, tíu sekúndur eftir og við með boltann. Þegar ég fékk boltann og ætlaði að ljúka sókninni með skoti heyrði ég Gaupa öskra af öllum lífs og sálar kröft- um, svo undirtók í íþróttahúsinu: ..Drep’ann strákar, drep’ann.” Og um leið komu Snorri Steinn og Markús Máni, að mig minnir, fljúgandi á mig.“ Snorri Steinn man líka vel eftir þessu at- viki. „Já, pabbi hefur alltaf átt erfitt með uð tapa, alveg sama í hverju það er. Þrátt fyrir tiktúrur föður míns er ég sjálfur ekki þekktur fyrir að drepa menn á leik- velli og fæ sjaldan spjöld. Annars hefur pabbi hjálpað mér mikið og ég væri varla í meistaraflokki ef hans hefði ekki notið við. Hann er heiðarlegur gagnrýn- andi og leiðbeinandi.” Bjarki Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson eru í hópi efnilegustu hand- boltamanna landsins og prímusmótoror í Valsliðinu sem hefur leikið vel á íslands- mótinu í vetur þrátt fyrir örlítið hikst upp á síðkastið. Það fer ekki á milli mála að Þeir eru einbeittir íþróttamenn, fullir sJáIfstrausts og eldmóði og munu án efa ná eins langt og þeir sjálfir kjósa. Bjarki er 21 árs, ári eldri en Snorri Steinn og báðir eru í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, a náttúrufræðibraut með íþróttavali (og jarðarberjarbragði). ..Við eigum okkar stað í skólanum,“ Segir Bjarki kíminn. „Það er kallað hand- boltahomið því þar hittum við fleiri handboltagaura í frímínútum og þegar við nennum ekki í tíma. En þú mátt ekki skrifa það.“ Eins og flestum er kunnugt er Bjarki af miklu íþróttakyni því faðir hans er hinn eini sanni Siggi Dags, hinn kattliðugi markvörður Vals í knattspymu og rómaður handknattleiksmaður á sín- um yngri árum. Allir (sem voru fæddir) muna eftir glæsilegri frammistöðu hans gegn Benfica 1968 þegar Valur gerði 0:0 jafntefli við stórliðið í Evrópukeppninni. Og Ragnheiður Lámsdóttir, móðir Bjarka, gerði garðinn frægan með meist- araflokki í handbolta og landsliðinu á gullaldarárum Vals. Ekki má gleyma bræðrum Bjarka, Degi landsliðsmanni í handknattleik sem leikur sem atvinnu- maður í Japan og Lárusi sem var traustur markvörður meistaraflokks í fótbolta. Mikill húmoristi og með sjálfstraust fyrir neðan nefið!!! Eins og fram hefur komið er Guðjón Guðmundsson faðir Snorra Steins en hann þjálfaði yngri flokka Víkings eftir að hann hætti að spila en er best þekktur sem aðstoðarmaður Bogdans fyrrum landsliðsþjálfara í handbolta. Og vitan- lega sem íþróttafréttamaður (með skoð- anir) á Stöð 2. Snorri Steinn segir móður sína, Karen Christensen, hafa mætt á eina handboltaæfingu um ævina. Hún hætti á toppnum!! Snorri Steinn skipti yfir í Val þegar hann flutti í hlíðamar og hefur verið á hraðri siglingu síðan. En ælli Dagur og Lalli Sig. hafi dregið Bjarka á æfingar? 2001 Valsblaðið 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.