Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 13

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 13
„Strákarnir í Bolton vissit ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar ég mœtti á sportbílnum. “ skiptir hins vegar máli að skerpa aðeins á vöðvunum. Það er vel fylgst með því í hvernig formi við erum og hvernig við stöndum okkur í leikjum. Á heimavelli Bolton eru 8 myndavélar sem voru gagn- gert settar upp svo hægt væri að taka út hverja einustu hreyfingu, hvem einasta sprett og sendingu leikmanna og kryfja til mergjar. Eftir heimaleikina fáum við útskrift á því hversu langt við hlupum, hvort við gáfum allt í leikinn, hvemig sendingar voru og svo framvegis. Þetta er mjög mikilvægt fyrir þjálfara sem get- ur krufið leikina til mergjar. Og menn geta ekki mótmælt neinu því allt er til á filmu. Sálfræðilega er unnið á mjög fag- legan hátt. Sálfræðingurinn vinnur með okkur sem hóp, fer inn á mikilvægi sam- starfsins, til hvers við ætlumst af hverj- um og einum, brýnir jákvæðni fyrir okk- ur og að það skipti öllu að vinna saman að ákveðnu rnarki." Telurðu að Eiður Smári geti náð verulega langt? „Hann hefur hæfileika til að komast í allra fremstu röð. Það liggur í augum uppi. Vissulega er mikil samkeppni um stöður og ekkert sjálfgeftð í boltanum hversu góðir sem menn eru því þeir geta lent í meiðslum og allskyns málum. Eið- ur Smári hefur sýnt að hann er maður til að taka hvaða mótlæti sem er eins og kom í ljós þegar hann meiddist fyrir nokkrum árum. Hann hefur réttan karakter í fótboltann og á eftir að standa undir væntingum." Gætirðu hugsað þér að spila eða þ.jálfa þegar þú kemur heim? „Eg get hugsað mér það en hef tekið þá ákvörðun að einbeita mér að lögfræð- inni.“ Ertu pottþétt að spila þitt síðasta keppnistímabil með Bolton? „Hingað til hefur ekkert verið að marka það sem ég segi í þessum efnum. Ef Bolton kemst í Evrópukeppnina verður úr vöndu að ráða fyrir mig og núna hrist- ir Ella mín hausinn. (Hún brosir). Það yrði ánægjulegt að geta farið frá Bolton eftir að liðið hefur náð einhverjum stöð- ugleika í úrvalsdeildinni. Mér þykir vænt um félagið og vil geta skilið við það í góðri stöðu.“ Eru margir á þínum aldri í deildinni? „Eg held að þrír aðrir útileikmenn séu á mínum aldri, McAllistair, Winterbum og Dixon, sem hefur reyndar ekki mikið spilað. Svo em Sheringham og nokkrir ári eða tveimur yngri en ég.“ Fylgist þú ekki alltaf með Val úr fjarlægð? „Eg fylgist vel með fótboltanum og handboltanum eftir bestu getu. Vissulega var ég svekktur þegar við féllum úr úr- valsdeildinni í sumar í ljósi þess að við vorum með 17 stig eftir 10 leiki. En menn töldu þetta nánast í höfn og eftir það gengu hlutimir ekki upp. Þetta var engum einum að kenna en núna er búið að taka þá stefnu að byggja á uppöldum Valsmönnum og mér líst vel á það. Sam- tímis er hægt að taka á peningaútlátum því það er óhemjudýrt að reka úrvals- deildarlið í dag og sá rekstur gengur ein- faldlega ekki upp fjárhagslega. Menn verða að leita allra leiða til að dæmið gangi upp. Við Valsmenn eflumst vitan- lega við allt mótlæti og komum að sjálf- sögðu tvíefldir til leiks í úrvalsdeildina að ári.“ Hvernig tilfinning er það að Bergur sonur þinn er í Víkingi? „Hún var pínulítið skrýtin til að byrja með. Það sem skiptir öllu máli er að bömin séu ánægð í þeim félagsskap sem þau eru. Við hjónin höfum verið ánægð með starfið í Víkingi. Bergur er mjög sáttur og honum hefur gengið vel. Ég hef vissulega minnt hann reglulega á Val, að það sé félagið sem standi hjarta foreldr- anna næst. Bergur kann Valssönginn „Valsmenn léttir í lund“ enda hef ég sungið lagið fyrir hann og Páldísi Björk á kvöldin þegar þau fara í háttinn. Hver veit nema hann spila einhvemtíma að Hlíðarenda í fallegri rauðri treyju. Ef ekki þá verður það bara að vera svo. Að- almálið er að honum líði vel.“ 2001 Valsblaðið 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.