Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 29

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 29
Sigfús „úrfókus" í leik gegn HK á dögunum. Líflians var í hálfgerðri móðu í mörg ár. (Mynd: Þ.Þ.) misstígi sig á lífsins braut er alltaf hægt að vinna sig upp að nýju. Þetta hefur hann að segja um árin sem var hans erf- iðasti skóli. „Ég fór í Iðnskólann í hálft ár, þaðan í MH en námið gekk engan veginn því það var farið að síga á ógæfuhliðina hjá mér. Ég var farinn að drekka mikið. Ég á erfitt með að gera mér grein fyrir því hvenær ég byrjaði að drekka en mitt nei- kvæða hugarfar var til staðar löngu áður. Ég var óheiðarlegur, ofbeldisfullur og lyginn. Drykkjan ýtti síðan undir þessa neikvæðu þætti. Ég flosnaði upp úr skóla °8 byrjaði með konunni minni fyrrver- andi um svipað leyti. Hún heitir Anastasia og er dóttir rússneska sendi- herrans á Islandi. Við giftum okkur þegar ég var tvítugur og eignuðumst son sem er sex ára í dag.“ Það birtir til í andliti Fúsa og hann lifnar allur við þegar hann talar um son sinn. „Hann var hjá mér um síðustu helgi og það var ógeðslega gam- an hjá okkur. Við lékum okkur á snjó- þotu á Miklatúni og ég er að drepast í mjöðminni eftir að hafa flogið á hausinn. En þetta var geggjað." Síðan heldur hann frásögn sinni áfram. „Allan tímann sem ég var í óreglu virðist handboltinn hafa verið síðasta hálmstráið hjá mér varðandi sjálfsvirðingu. Það var ágæt ímynd fyrir mig út á við. Ég varð Islandsmeistari með Val fjögur ár í röð, frá 1992-1996, þegar Þorbjöm Jensson var þjálfari. Ég drakk flestar helgar og gerði ýmislegt sem ég skammast mín fyrir í dag. Ég laug, prettaði pening af fólki og stal til þess að fjármagna drykkjuna. Á tímabili fékk ég lítið sem ekkert að spila vegna óreglunnar. Síðan tók Jón Kristjánsson við Valsliðinu og það er svo einkennilegt að þrátt fyrir allt ruglið sem ég var í náði ég að standa mig vel í leikjum. Næsta keppnistímabil á eftir spilaði ég með Selfossi og þá drakk ég enn meira því ég hafði skilið við kon- una eftir átta mánaða hjónaband. Ég var sár og svekktur og sökk stöðugt dýpra. Eg var í tómum leiðindum en var að lok- um nánast hrakinn frá Selfossi fyrir slagsmál og leiðindi. Eftir tímabilið lék ég aftur með Val og við urðum íslands- °g bikarmeistarar. Seinni hluta þess hrnabils skemmti ég mér allar helgar, lenti í slagsmálum niðri í bæ og hunsaði son minn. Ég keyrði hann til ömmu hans a pabbahelgum og sá hann svo ekki fyrr en ég keyrði hann aftur til móður sinnar. Þrátt fyrir allt bullið á mér var mér Eoðinn samningur hjá Santander á Spáni „Allan tímann sem ég var í óreglu virðist handboltinn hafa verið síðasta hálmstrá- ið hjá mér varðandi sjálfsvirðingu. “ (Mynd Þ.Ó.) (liðið hét Teka þegar Kristján Arason lék með því) og ég fór þangað sumarið 1998. Þá má segja að ballið hafi byrjað fyrir alvöru og var það slæmt fyrir. Ég leiddist út í dagdrykkju og var ég oft að drekka 2-3 flöskur á dag. Stundum komst ég ekki út úr rúminu nema fá mér fyrst í glas. Forsvarsmenn liðsins sáu mig í raun aldrei nema í glasi. Þegar ég var kallaður heim til að spila með lands- liðinu sá Þorbjöm Jensson, landsliðs- þjálfari og flestir, að ekki var allt með felldu. Hann fór að grennslast fyrir um mín mál og mína frammistöðu úti og í kjölfarið var samningnum sagt upp um jólin ’98. Ég koma heim þann 6. janúar ’99 og sat fund með foreldrum mínum, Jóhanni Inga Gunnarssyni og Þorbimi Jenssyni. Ég laug hverju einasta orði um stöðu mína á Spáni til að bjarga andlitinu en Þorbjöm rak allt ofan í mig. Fimm dög- um síðar var ég farinn í meðferð hjá SÁÁ á Vogi með stuðningi þeirra sem sátu fundinn. Þegar ég mætti á Vog kom fjöldi fólks á móti mér, ýmist í náttfötum eða grænum sloppum, og tók utan um mig. Þama var fólk sem ég þekkti í gegnum drykkjuna og taldi að ætti ekki við nein vandamál að stríða. Fyrsti fyrir- lesturinn sem ég hlustaði á fjallaði um hin 32 sjúkdómseinkenni alkóhólisma. Ég sat aftast í salnum, skítfeiminn og vissi ekki á hverju ég ætti von. Næstu daga stóð ég í þeirri meiningu að læknir- inn, sem hélt fyrirlesturinn, hefði hringt heim og fengið upplýsingar um mig því hvert einasta einkenni sem nefnt var átti við mig. Ég sökk æ lengra niður í stólinn og trúði ekki mínum eigin augum. 2001 Valsblaðið 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.