Valsblaðið - 01.05.2001, Page 42

Valsblaðið - 01.05.2001, Page 42
sigup-Dorur! Þær komu, sáu og sigruðu í sumar en eru rátt að stíga sín fyrstu „alvöruspor" í takkaskónum. Dóra Stefáns og Dóra María voru á allra vörum og framtíðin er þeirra. Það er mun auðveldara að handleika epli en „fótleika" bolta en Dóra María Lárus- dóttir (t.v.) og Dóra Stefánsdóttir gera hvorutveggja afstakri snilld. (Mynd Þ.Þ.) Þær heita báðar Dóra og þykja einar efnilegustu knattspymudömur landsins. Og eru blessunarlega báðar í Val. DS er skírð eftir langömmu sinni sem hét Hall- dóra en var alltaf kölluð Dóra. DML er skírð í höfuð ömmu sinnar sem hét Hall- dóra en var aldrei kölluð annað en Dóra. Þær eru báðar fæddar 1985, Dóra Stef- áns 27.04. en Dóra María 24.07. Báðar eiga föður sem gerðu garðinn frægan sem knattspymumenn með Val. Stefán Sigurðsson hætti reyndar í 2. flokki en Lárus Ögmundsson lék í fjölmörg ár með meistaraflokki. Báðar em Dórumar rétthendar! Og bláeygar?? Dóra Stefáns er í MR en Dóra María í Verzló. Hvomg er búin að ákveða hvað þær ætla að verða þegar þær verða „stór- ar“ en báðar dreymir um að hljóta styrk til háskólanáms í Bandaríkjunum út á fót- boltann. Þær hafa verið samstíga frá því þær hófu að æfa með Val fyrir 9 árum, urðu ávallt Islandsmeistarar á eldra ári og sl. sumar gerðu þær aðeins eitt jafntefli með 2. flokki en báru sigur úr býtum í öllum öðmm leikjum. Og hömpuðu þar af leiðandi öllum titlum sem vom í boði. Samtals skoruðu þær 20 mörk með 2. flokki þótt þær væm oft hvíldar. Báðar léku sinn fyrsta meistaraflokks- leik í sumar, báðar slógu í gegn eftir að Ragnheiður Víkingsdóttir þjálfari gaf þeim tækifæri með meistaraflokki. Og báðar léku sinn fyrsta landsleik á þessu herrans ári, léku reyndar bæði með U-17 ára og U-19 ára landsliðinu. Og þær gerðu sér lítið fyrir og slógu Rússa út úr Evrópukeppninni (U-19 ára) með því að gera 1:1 jafntefli í Rússlandi. Dóra Mar- ía skoraði markið en Dóra Stefáns lagði það upp. Báðar em stórglæsilegar, innan vallar sem utan. Og kímnin kraumar á bak við brosið og þau örfáu orð sem hægt er að toga upp úr þeim. Samt er svo augljóst að þær kunna þá list að hugsa meira og tala minna, eða hvað? Kannski eru þær tunguliprari í „sínum“ hópi. Það var vita- vonlaust að skrifa eitthvert grobbviðtal, búa til úr þeim stjörnur. Þær hlógu bara og spurðu hvort ég hefði drukkið yfir mig af kaffi, eða hvað? Ganga strákarnir í MR og Verzló sem sagt ekki á eftir ykkur með grasið í skónum? Þær litu á ntig í fomndran. „Þeir vita ekki einu sinni að við erum í fóbolta,“ sagði önnur hvor og svipbrigði hinnar sögðu hið sama. Urn eitt geta þær þó tal- að af hjartans einlægni. Það er um Betu (Elísabetu Gunnarsdóttur) sem þjálfaði þær nánast samfleytt í 9 ár. Söknuðurinn er augljós þótt þær séu báðar sammála því að Beta hafi stokkið á frábært tæki- færi til að spreyta sig sem þjálfari meist- araflokks. Og þær em sannfærðar urn að hún eigi eftir að standa sig. „Hún verður svo langt í burtu,“ segir Dóra María. „Það eru viðbrigði að geta ekki lengur leitað til hennar. Það er eins og hún sé að flytja til útlanda." Dóra Stefáns: „Ég hefði valið að þetta hefði farið á annan veg en auðvitað er enginn að bregðast neinum. Eflaust er þetta eigingimi en ég á bara svo erfitt með að sætta mig við að hún sé ekki lengur til staðar. Allt í einu er Beta orð- inn andstæðingur.“ 40 Valsblaðið 2001
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.