Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 106

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 106
Gömlu vinirnir Sigurður Ólafsson og Úlfar Þórðarson (t.h.) rœða við Carl Ólafsson á afmœlisdegi Vals. (Mynd Þ.Ó.) Hvaða Valslið hefur spilað skemmti- legasta fótboltann eftir að þú hættir? „Valsliðið lék afskaplega skemmtilega undir stjórn Youri Ilitchev, á árunum 1976-’78, og léku margir góðir knatt- spymumenn með liðinu. Nægir þar að nefna Inga Bjöm Albertsson, Guðmund Þorbjömsson, Magnús Bergs og fleiri góða. Boltinn var lagður svo skemmti- lega upp á þessum árum en Valsliðið undanfarin ár hafa ekki átt því láni að fagna. Það er ekki vænlegt til árangurs að halda boltanum innan liðsins á eigin vallarhelmingi og leyfa andstæðingnum að stilla sér upp í vöm. Vissulega gera hinir þá ekkert á meðan en það þarf að sækja hratt, koma mótherjanum á óvart. Fólk kemur ekki á völlinn til að horfa á tómt bakspil.“ Þegar talið berst að eftirlætisleik- mönnum Sigurðar segir hann Albert Guðmundsson í sérflokki enda léku þeir saman í mörg ár. í sama mund dregur hann upp möppu með ýmsum gögnum, úrklippum og myndum frá því Albert lék sem atvinnumaður í Frakklandi og á Ital- íu. Albert og Sigurður áttu lengi í bréfa- skriftum og af bréfunum að dæma gaf Albert sér tíma til að skrifa Sigurði / daglaðinu Vísi 16. júlí 1949 er um- sögn um leik Reykjavíkurúrvalsins og hollenska félagsins Ajax. Þar segir svo m.a.: „í liði Islendinganna var Sig- urður Ólafsson góður að vanda. Ann- að er nœstum óhugsandi. Hvenœr hef- ur sá maður ekki staðið sig eins og hetja? Hann hjargaði á hinum hcettu- legustu stundum um leið og hann brosti afsökunarbrosi framan í Hol- lendingana, rétt eins og hann vildi segja: „Afsakið, en ég held ég verði að stöðva þetta upphlaup!" Góður maður Sigurður. nokkrum klukkutímum áður en hann hljóp inn á völlinn í treyju AC Milan. Meðal þess sem Sigurður heldur upp á (hann hefur augljóslega engu hent) er sérstakt fæðingarkort sem Albert sendi með upplýsingum um að hann hefði eignast son, Inga Bjöm. Stórskemmti- legt! „Albert var hæftleikaríkur á mörgum sviðum. Hann hafði knattspymuhæfi- leika frá náttúrunnar hendi. Eins og þú sérð á úrklippunum frá Italíu var hann nánast í guðatölu. Hann var mikill leik- fímismaður og gat gert nánast allt sem hann vildi við boltann. Albert var líka góður í handbolta, golfi og badminton. Albert sendi mér eitt sinn skó-par sem voru án efa fyrstu fótboltaskómir á Is- landi með skrúfuðum tökkum. Þeir vom að vísu notaðir en komu að góðum not- um.“ Sigurður vflar ekki fyrir sér að ferðast heimshoma á milli þótt hann sé orðinn hálf-níræður. „Ferðalög hafa alltaf verið mér að skapi,“ segir Sigurður, „Iþrótta- hreyfingin bauð mér á Olympíuleikana í London 1948 en þá var einum úr hverju félagi boðið. Ég og Sæmundur Gíslason vorum mest saman og það var ánægju- legt að vera á Wembley alla leikana. Við Sæmundur fórum á Royal Albert Hall en höfðum reyndar enga miða. Þegar við sögðumst vera frá Islandi og að þetta væri eina tækifærið í líftnu til að komast í höllina fór maðurinn afsíðis. Hann kom til baka að vörmu spori og vísaði okkur í plussklædda stúku á besta stað. Ég hafði áður verið í London, með úrvalsliði Reykavíkur, 1946 en þá var stór hluti borgarinnar rústir einar eftir seinni heimsstyrjöldina. Tveimur ámm síðar var ástandið svipað. Þrír okkar úr úr- valsliðinu fóru á Covent Garden og við hlýddum á óperu frá Italíu flytja Rakar- ann frá Sevilla. Það þótti merkilegt á þeim tíma. Árið 1966 fór ég á heims- meistarakeppnina í knattspymu og sá sjö leiki á Wembley. Meðal annars þann fræga leik þar sem Englendingar sigruðu Þjóðverja 4:2 og umdeildasta „mark“ sögunnar var dæmt gilt. Ég tel að boltinn hafi farið inn fyrir línuna. Það sem var sorglegast við keppnina var að Pele var bara hálfur maður og lék meiddur." Það er augljóst á svipbrigðum Sigurð- ar að hann nýtur þess að tala um knatt- spymu. Hann segist horfa mikið á leiki á Sýn og ég tek eftir því að fyrir framan sjónvarpið er huggulegur stóll þar sem knattspymuhetjan gamla hvflir lúin bein á meðan ungu boltasparkaramir púla á skjánum. Viðtalinu er lokið og það kæmi mér ekki á óvart þótt Sigurður yrði heiðurs- gestur Vals þegar félagið fagnar 100 ára afmæli sínu þann 11. maí 2011. Áður en ég kveð réttir hann mér mynd sem Albert Guðmundsson sendi honum af sjálfum sér í keppnistreyju AC Milan. Og á myndinni stendur: Milano 20/5 ’49. Kær kveðja, A. Guðmundsson. I ( 104 Valsblaðið 2001 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.