Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 105

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 105
Sigurður Ólafsson, Ellert Sölvason (Lolli), Magni Blöndal Pétursson og Reynir Vignir formaður Vals á afmœlisdegi Vals þann 11. maí. (Mynd Þ.Ó.) með Stoke. Fyrir landsleikinn dvöldum við í einangrun í skíðaskála Vals í hálfan mánuð, sváfum á dýnum á gólfinu, borð- uðum á Kolviðarhóli og æfðum á smá túnbletti. Þess á milli vorum við í göngutúrum og allskyns æfingum. Þetta var vitanlega tóm vitleysa en leikurinn tapaðist 3:0. Á milli 12-14.000 manns sáu leikinn á Melavellinum. Danska landsliðið sigraði Fram 5:0 nokkrum dögum síðar en tapaði fyrir úrvalsliði Reykjavíkur 1:4. Það gerði eflaust gæfumuninn að 7 Valsmenn voru í lið- inu! Danimir fengu afskaplega góða meðhöndlun í heimsókninni, fóru í stutt ferðalög og voru víst tíðir gestir í partí- um í Reykjavík. Eflaust hefur einbeiting þeirra eitthvað dvínað þegar leið á ferð- ina. Ég á enn jólablað danska íþrótta- blaðsins þar sem er sagt frá Islandsheim- sókninni. í blaðinu sagði Ivan Jensson, sem síðar lék á Ítalíu, að ferðin hefði verið besta keppnisferð hans frá upp- hafi.“ Hvernig hefurðu haldið sál og líkama í lagi eftir að þú hættir að spila? „Ég mætti á fótboltaæfmgar löngu eftir að ég hætti að spila en hóf síðan að iðka badminton. Og komst í meistaraflokk á gamals aldri. Hins vegar hafði ég ekki áhuga á að keppa í þeim flokki. Mjöðm- in var líka farin að þjaka mig.“ Sigurður segist hafa asnast til að taka að sér formennsku í Val árið 1946 á meðan verið var að finna nýjan formann. Hann segir að það hafi ekki verið æski- legt að vera leikmaður Vals samtímis því að vera formaður. „Úlfar Þórðarson tók við formennsku af mér og við unnum saman lengi vel. Okkar fyrsta verk var að innrétta hlöðuna og fjósið á Hlíðar- enda. Því lauk 1948. Malarvöllurinn var vígður ’49 og grasvöllurinn litlu síðar. 1954 var hafist handa við byggingu íþróttahússins og það tekið í notkun fjór- um árum síðar.“ Fór allur frítími þinn í störf fyrir Val? „Já, það verður að segjast eins og er. Konan mín er líka þeirrar skoðunar." f viðtali (Konan á bak við Valsmann- inn) sem Frímann Helgason, ritstjóri Valsblaðsins til margra ára, tók við Gyðu Ingólfsdóttir, eiginkonu Sigurðar, sagði hún meðal annars: „Ég játa það hrein- skilningslega að ég hef ekki alltaf verið sérlega ánægð með hvað hann (Sigurður) hefur eytt miklum tíma, að mínu viti, í störf fyrir Val, og fundist stundum, að hann léti ýmislegt sitja á hakanum hér heima fyrir. Hann hefur heldur ekki get- að vanið sig á að vinna skikkanlegan vinnudag í sínu daglega starfi, svo að viðstaðan heima hefur oft verið stutt, sérstaklega meðan hann stundaði æfing- ar, tók þátt í leikjum, var í stjóm, nefnd- um, ráðum og guð má vita hvað. Og þeg- ar sumu þessu lauk tók Sigurður til við mokstur, smíðar, málun og þess háttar.“ Síðar í viðtalinu sagði hún: „Annars heyrði ég það á fótatakinu og heyri enn, þegar hann kemur heim eftir kappleiki, hvemig Val hefur vegnað. Ég spyr oftast hvemig hafi gengið og annað hvort er svarið: „Auðvitað vann Valur, hvemig spyrðu", eða svarið kemur seint.“ „Þetta hafðist allt saman,“ segir Sig- urður, „en ég hef sérstaklega gaman af þessu núna, þegar ég lít til baka yfir far- inn veg.“ Ertu sáttur við þróunin í Val eftir að þú hættir að hafa bein afskipti af félaginu? „Þetta hefur gengið ágætlega og aðstað- an er til fyrirmyndar. Það eina sem ég hef áhyggjur af eru skuldimar. Svæðið verður ekki frá okkur tekið hvað sem á dynur. Þótt menn hafi stundað mikla sjálfboðavinnu fyrir Val hér á ámm áður get ég ekki betur séð en að margir stjóm- armenn og aðrir gera slíkt hið sama í dag. Þegar ég kom að Hlíðarenda fyrir einhverjum árum var öll aðalstjómin að klæða loftið í samkomusalnum. Líklega verður ekki hægt að komast hjá því að greiða leikmönnum einhver laun. En ég sé enga bót af því að flytja til landsins fjölda útlendinga sem leika með hinum og þessum handboltaliðum. Nægur er efniviðurinn hér á landi.“ L 2001 Valsblaðið 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.