Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 110

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 110
Sóley Halldórsdóttir markvörður Vals púlar í hnébeygju. Berglind íris bíður átekta. leitt að taka tvær aukaæfingar á viku og þess vegna réð ég mig bara í 80% starf í leikskólanum. Agúst Jóhannsson er yfir- leitt með mig á aukaæfingum og hann er alltaf boðinn og búinn til að mæta. Æf- ingamar felast oft í því að hann skýtur á mig tennisboltum. Það er góð æfing því þegar venjulegum bolta er síðan skotið á mig virðist auðveldara að ráða við þau skot. Svo er það góð snerpuæfing að verja tennisbolta." Hvað finnst þér þú helst þurfa að bæta sem leikmaður? „Eg get bætt mig í öllu, til að mynda snerpu, þoli og svo byggt ofan á það sem ég tel mig vera góða í. Homin eru ekki mín sterkasta hlið og svo mætti ég vera ákveðnari í að mæta á þann stað sem ég veit að leikmaðurinn skýtur. Stunum hika ég of lengi. Það er alltaf hægt að bæta sig ef maður er jákvæður og þolin- móður, þótt árangurinn komi kannski ekki strax í ljós. Æfingin skapar meistar- ann.“ Sumir vilja meina að markmenn séu skrítnir að einhverju leyti. Þú tilheyrir ekki þeim skrítna hópi, er það? „Ætli markmenn séu ekki frekar gungur að láta henda sér í markið á unga aldri og ílendast þar. Dagur Sigurðsson setti mig í markið á sínum tíma, þegar han þjálfaði mig, og ég var hundfúl út í hann í margar vikur. Núna er ég honum ævin- lega þakklát." Er það rétt að lítið sé lagt upp úr markmannsþjálfun í handbolta? „Já, það er rétt. Hjá okkur er bara einn þjálfari og hvers vegna ætti hann að ein- beita sér að einum leikmanni en skilja Berglind í fríðu föruneyti barnanna á Skógarborg. (MyndÞ.Þ.) hina útundan? Þjálfun markvarða hefur setið á hakanum og þeir hafa bara sjálfir tekið aukaæfingar. Frammistaða mark- varða skiptir hins vegar miklu máli og í ljósi þess mætti betrumbæta margt í þjálfun þeirra." Er Helga Torfadóttir í Víkingi þinn helst keppinautur um stöðuna í landsliðinu? „Já, en Jenný í Haukum og Vigdís í ÍBV eru líka inni í myndinni. Samkeppnin er mikil en hún er af hinu góða.“ Eru einhverjir landsleikir framundan? „Landsliðið mun ekki taka þátt í neinum stórmótum næstu 2-3 árin en við mun- um engu að síður spila fjölda vináttu- leikja bæði heima og erlendis. Síðan verða einhverjar vikur helgaðar lands- liðsæfingum. Mér líst vel á Stefán Arnar- son landsliðsþjálfara, þótt ég hafi bara farið í eina landsliðsferð með honum, en stelpumar í Víkingi láta vel að honum. Við munum líklega spila um 15 leiki á ári sem er jákvæð þróun miðað við það sem tíðkaðist áður.“ Ertu sátt við Valsliðið það sem af er vetri? „Ég get ekki sagt það. Við höfum tapað óþarflega mörgum stigum og leikur okk- ar hefur ekki gengið nógu vel upp. Það er eins og leikmenn geti aldrei átt góðan dag samtímis. I einu leik standa nokkrar sig vel og í þeim næsta einhverjar aðrar. Slíkt er ekki vænlegt til árangurs. Getan er til staðar í liðinu en hugarfarið virðist ekki vera samstíga hæfileikunum. Það þyrfti að banka rækilega í hausinn á okk- ur.“ Hvernig er standardinn í deildinni? „Deildin er jöfn og það getur allt gerst ennþá. Haukar og Stjaman eru með marga reynslumikla leikmenn og mikla breidd og ÍBV er líka með öflugt lið. En ég tel að við getum hæglega blandað okkur í toppbaráttuna." Er góður stuðningur við liðið? „Þeir áhorfendur sem koma er frábærir og styðja vel við bakið á okkur. Núna er verið að stofna kvennaráð Vals og ný stjóm er tekin við þannig að þetta horfir allt til betri vegar.“ Hvert stefnir þú prívat og persónulega? „Mér fyndist spennandi að fá að spreyta mig í handbolta í Noregi eða Danmörku en tíminn verður að leiða í ljóst hvort einhver tækifæri bjóðist.“ Við hvað dundarðu þér þegar þú ert ekki að láta skjóta í þig tennisboltum eða handboltum? „Ég sef aðallega. Ég er hræðileg svefn- purka. Stundum á ég það til að sofa í tvo tíma á miðjum degi. Ég finn mér tíma til þess!! Svo tek ég stundum vídeóspólur og fer í bíó en handboltinn á hug minn allan.“ 108 Valsblaðið 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.