Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 22

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 22
3. flokkur karla náði helsta markmiði sumarsins, að vinna sig upp um riðil á íslandsmótinu. Efri röð f.v.: Hreiðar Þórðarson liðs- stjóri, Gunnlaugur O. Geirsson, Jóhann Björn Valsson, Baldur Þórólfsson, Þórður Steinar Hreiðarsson, Ragnar Örn Kormáksson, Jón Knútur Jónsson, Þór Steinar Ólafs, Einar Óli Guðmundsson, Þór Hinriksson þjálfari. Fremri röðf.v.: Ari Freyr Skúlason, Ragn- ar Þór Ragnarsson, Albert Sölvi Óskarsson, Björn Steinar Jónsson, Einar Gunnarsson, Sverrir Norland, Torfi Geir Hilmarsson, El- var Friðriksson. (Mynd: J.N.) Loksins hefur verið stigið skrefið til fulls, að byggja upp Valslið, skipað Vals- mönnum sem hlotið hafa sitt knatt- spymu- og félagslega uppeldi að Hlíðar- enda, auk annarra ungra leikmanna með rétt hugarfar sem ganga til liðs við Val á réttum forsendum. Það má alltaf deila um fortíðina, hvort rétt hafi verið staðið að málum í einstaka tilfellum. Slíkt stoð- ar ekkert, nema þá til að læra af biturri reynslu. Aðalatriðið er að allir Valsmenn snúi bökum saman og styðji leikmenn, stjóm og þjálfara í þeirri viðleitni að koma Val til frambúðar aftur í hóp bestu knattspymuliða íslands. Og það verður að hafa það þótt það taki lengri tíma en eitt ár í þetta skipti. Nú þarf að byggja upp, leggja undirstöður. Tími uppsker- unnar kemur síðar! Hörður Hilmarsson, formaður mfl.ráðs. Meistaraflokkur kvenna Árangur meistaraflokks kvenna á ís- landsmótinu var ekki í samræmi við þær væntingar sem gerðar vom til liðsins í upphafi móts. Á undirbúningstímabilinu hafði liðið spilað ágætis knattspymu undir stjóm nýs þjálfara, Ásgeirs Páls- sonar, en hópurinn samanstóð af reynslu- miklum Valsstúlkum, nýjum andlitum frá öðrum félögum, stúlkum sem stigið höfðu sín fyrstu spor í meistaraflokki sumarið 2000 auk fjölmargra ungra stúlkna úr 2. flokki félagsins sem börð- ust af krafti um sæti í liðinu. Langþráður sigur á Reykjavíkurmót- inu og 2. sæti í Deildabikarkeppninni gaf sterklega til kynna að nú væri loksins komið að Valsstúlkum að sýna að þær væru tilbúnar til þess að berjast til sigurs í deildinni í stað þess að enda í 2.-5. sæti deildarinnar eins og verið hafði síðustu árin. Islandsmótið hófst á tveimur jafn- teflisleikjum við verðandi meistara Breiðabliks og hinar spræku stúlkur í IBV. Þrátt fyrir að tvö stig úr fyrstu tveimur leikjunum gegn þessum sterku andstæðingum væri ekki alsæmt þá var hins vegar ljóst að gangverk Valsliðsins var ekki eins og lagt var upp með í upp- hafi. I byrjun júní tapaði liðið síðan fyrir Grindavíkurstúlkum sem komið höfðu mjög á óvart í upphafi mótsins. Segja má að með 1-0 tapinu gegn Grindavík hafi óveðursskýin farið að hrannast upp að Hlíðarenda og þrátt fyrir að sannfærandi sigur ynnist gegn Stjömunni var samt eitthvað sem ekki var að ganga upp inni á leikvellinum. Þegar leið að júnílokum ákvað þjálfar- inn að heppilegast væri að nýr aðili kæmi að liðinu og var því leitað á náðir Ragn- heiðar Víkingsdóttur, fyrmrn leikmanns og þjálfara Vals. Liðið átti misjöfnu gengi að fagna í júlímánuði og var það ekki fyrr en eftir Verslunarmannahelgi að liðið fór að sýna sitt rétta andlit. Þegar upp var staðið hafnaði liðið í 4.-5. sæti ásamt Stjömunni sem var um 10 stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og KR. Þegar það varð ljóst að liðið myndi ekki ná þeim árangri að vera í toppbar- áttu Islandsmótsins var stefnan sett á að vinna bikarkeppnina til að bjarga sumr- inu fyrir félagið og um leið færa Val veg- lega afmælisgjöf í tilefni af 90 ára af- mæli félagsins. Þetta gekk eftir og Valur vann Breiðablik í úrslitaleik bikarkeppn- innar, 2-0, í eftirminnilegum leik. Nokkuð var um meiðsli leikmanna í sumar. Nýjir leikmenn fengu þá tækifæri jafnframt sem ungar og efnilegar stelpur úr 2. flokki létu ljós sitt skína og fylltu fyllilega í skörðin. Það er óhætt að segja að Valur státi af mjög efnilegu og skemmtilegu liði sem vonandi á eftir að færa Val marga góða titla í framtíðinni og vonandi þarf ekki stórafmæli til næst! Liðsstjóri í sumar var Erla Sigurbjarts- dóttir og sjúkraþjálfari Sólveig Stein- þórsdóttir og skiluðu þær sínu og rúm- lega það ásamt kvennaráðinu sem var skipað 8 aðilum sem gerði alla vinnu við meistara- og 2. flokk kvenna miklu betri og markvissari en oft áður. Valur átti fjóra leikmenn í A-landsliðs- hópi, þær Ásgerði Hildi Ingibergsdóttur, sem gat þó ekki verið með vegna meiðsla, Rósu Júlíu Steinþórsdóttur, Katrínu Heiðu Jónsdóttur og Laufeyju Jóhannsdóttur. í U-21 árs landslið voru 20 Valsblaðið 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.