Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 32

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 32
Tár, bros 0ð Hornarfjapðarmærin Rósa Júlía hefur leihið með Val síðan hún varð fegurðardrottning Austur- lands fyrir sex árum. Sigurganga hennar heldur áfram því sem fyrirliði bikarmeistara Vals ætl- ar hún að leiða liðið inn í nýtt gullaldartímabil. takkaskor Rósa Júlía Steinþórsdóttir er einn af leik- reyndustu og um leið farsælustu leik- mönnum meistaraflokks kvenna í knatt- spymu. Rósa Júlía var aðeins 14 ára þeg- ar hún hóf að spila með meistaraflokki Sindra á Höfn í Homafirði fyrir 11 árum en hún gekk svo til liðs við Val fyrir tímabilið 1995. Hún varð fljótlega einn af burðarrásum liðsins og er nú fyrirliði þess. Hún hefur um árabil verið lykil- maður í vöm landsliðsins og á einnig fjölmarga landsleiki að baki með yngri landsliðum Islands. Rósa býr aðeins í seilingarfjarlægð frá KR-vellinum en hún lauk fyrir stuttu námi í viðskiptafræði við Háskóla Reykjavíkur og vinnur í höfuðstöðvum íslandsbanka. Það er ekki á dagskrá hjá henni að fara til útlanda til að spila knatt- spymu. „Þetta kitlar alltaf og ef einhver sýndi áhuga myndi ég að sjálfsögðu skoða málið. Maður sér deildina í Bandaríkj- unum í hillingum en ég sé mig ekki vera á leiðinni þangað," segir Rósa. Það er ánægjulegt hve stórt Valshjarta hún hefur en það hefur ekki alltaf verið raunin með aðkomna leikmenn og vill hún vera hjá Val sem lengst. Aðspurð um það hvað hún vildi sjá lagast hjá félaginu sagðist hún vilja sjá meiri samvinnu milli flokka til að skapa megi sterka heild og að það gæti byrjað þannig að leikmenn meistaraflokks myndu fylgjast með leikjum í yngri flokkunum. Rósa er bjartsýn á framtíðina hjá Val og á von á því að nýtt gullaldarlið sé í burðarliðnum hjá félaginu. Hvað varð til þess að þú fórst í Val? „Aðalástæðan var sú að Ásgerður Hildur (Ingibergsdóttir) sem lék með liðinu og gerir reyndar enn, er vinkona mín en hún er frá Höfn eins og ég. Ég vildi vera í liði þar sem ég þekkti einhvem. Það Rósa Júlía hampar bikarnum sem fyrir- liði bikarmeistara Vals 2001. (Mynd Þ.Ó.) hafði líka áhrif að Valsarar voru duglegir að hafa samband við mig og það kveikti áhugann." Var vel staðið að málum á Hornafirði, því nú ert þú ekki eina knattspvrnu- konan þaðan sem hefur náð langt? „Það var mjög vel stutt við bakið á okkur og margir áhorfendur horfðu á okkur spila. Albert Eymundsson, núverandi bæjarstjóri á Höfn, er allt í öllu í fótbolt- anum og hélt vel utan um starfið. Ég veit ekki hvort það hafi verið einhver tíska þama að vera í fótbolta en ég held að næstum því allar stelpumar í bekknum mínum hafi verið í fótbolta. Það gat ver- ið erfitt að velja í hóp úr öllum fjöldan- um á þeim tíma sem ég var þama en það hefur eitthvað dregið úr áhuganum síðan. Það er mikill munur á 1. deild (sem var þá 2. deild) þar sem við vorum og úr- valsdeild. Ég var í unglingalandsliðinu á meðan ég var fyrir austan og ef maður stefndi á A-landsliðið þá varð maður að fara í betra lið því ég var farin að staðna svolítið þama fyrir austan. Fótboltaáhuginn byrjaði þannig að ég fór að fylgjast með vini mínum á æfingu og Albert bað mig þá um að vera með. Ég var ein að æfa með strákunum í smá tíma og held að ég hafi haft nokkuð gott af því. Smám saman fjölgaði stelpunum og á endanum gátum við stofnað eigin flokk. “ Þú tókst þátt í fegurðarsamkeppni fyrir austan, hvernig gekk það? „Ég tók þátt í fegurðarsamkeppni Aust- urlands árið 1995 og bar sigur úr býtum. I kjölfarið tók ég svo þátt í keppninni Ungfrú Island og tók mér hlé frá fótbolt- anum um stund svo ég væri ekki öll út í marblettum í keppninni. Það var gaman að taka þátt í þessu þá en ég hefði ekki verið til í að vera með ef þetta hefði ver- ið ári síðar. Dómurunum í keppninni fannst það svolítið skrítið fyrst að fót- boltastelpa skyldi taka þátt í fegurðar- samkeppni. “ 30 Valsblaðið 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.