Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 69

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 69
Þegar hér var komið sögu, árið 1980, var hin upphaflega Mulningsvél að miklu leyti hætt en eðlileg endumýjun hafði ávallt orðið og maður komið í manns stað. Erfitt er að tímasetja ná- kvæmlega hvenær segja má að Muln- ingsvélin hafi „dáið“ handboltalega séð. Segja má að lokapunkturinn hafi orðið þegar öll gamla Mulningsvélin ákvað að taka þátt í bikarkeppninni árið 1985. Þá voru yngstu menn í þessu B-liði Vals komnir vel á fertugsaldurinn. Við náðum að komast í undanúrslit en féllum fyrir þáverandi Islandsmeistumm Víkings. Þar með lauk þessum þætti í tilvist Muln- ingsvélarinnar. Auðvitað nær ekkert lið árangri án þjálfara. Þeir voru margir, sem komu að mótun þessa liðs á löngum tíma. Ég vil nefna Birgi Bjömsson, Þórarin Eyþórs- son, Reyni Ólafsson og Hilmar Bjöms- son. Þó held ég að á engan sé hallað þótt ég nefni Þórarin og Reyni sem hina raunverulegu feður liðsins. Þeir unnu frá- Mulningsvélin samankomin ásamt afmœlisbarninu, Bergi Guðnasyni. Lengi lifir í gömlum glœðum. (MyndÞ.Þ.) Bergur Guðnason, nestor Mulningsvél- arinnar varð 60 ára á dögunum og voru 25.000 manns viðstaddir á þessum merka degi því Bergur hélt upp á daginn með því að hotfa á Guðna son sinn spila á heimavelli sínum í Bolton. Bergur var kallaður út á völl fyrir leikinn og skal ósagt látið hvort álioifendur hafi sungið afmœlissönginn. Altént afhenti Mulnings- vélin Bergi þetta glœsilega málverk, af þessum glœsilega manni, á dögunum - í tilefni áratuganna sex. (Mynd Þ.Þ.) bærlega saman sem þjálfarar. Þórarinn með ljúfmennskunni og ítninni (siðgæð- iseftirlitinu) og Reynir með leikstjóm- inni og harðstjóminni. Reynir tilkynnti t.d. að einungis vissir menn hefðu það, sem hann kallaði skotleyfi. Öðrum var ekki leyft að skjóta nema í neyð!!! Þessir tveir urðu fyrstir þjálfara okkar til þess að uppskera árangurinn af öllu erfiðinu. Mulningsvélin endurborin Strax að ofangreindum bikarleik loknum settumst við gömlu félagarnir niður og ræddum málin um lífið og tilveruna „eft- ir handboltann“. Þetta sama kvöld ákváðum við félagamir að stofna félags- skap með okkur og gáfum honum nafnið Mulningsvélin. Annað nafn kom náttúr- lega ekki til greina! Við ákváðum að leggja mánaðarlega í sjóð og halda hópn- um saman með nýju áhugamáli, sem hentaði eldri mönnum betur. Þetta áhugamál var og er enn golf! Allar götur frá 1985 höfum við félagamir gömlu stundað golfið af miklu kappi. Sjóður okkar hefur auðvitað eflst með hverju ári og nú er svo komið að Mulningsvélin ásamt mökum ferðast til útlanda annað hvert ár á kostnað sjóðsins. Þessi gamli hópur leikur sér ennþá saman þótt gráu hámnum og kílóunum fjölgi óneitanlega með hverju árinu. Við hittumst reglulega, sumir daglega, allt árið. Keppnisskapið fær útrás í golfinu og við verðum alltaf betri og betri í boltan- um eftir því sem árin líða og minnið vík- ur fyrir karlagrobbinu um gömul afrek á vellinum! Eitt er þó víst. Þessi félagsskapur hef- ur veitt mér og öllum gömlu félögunum ómælda ánægju. Menn leika golf af miklu kappi, sumir daglega yfir sumarið. Við höldum mörg golfmót, ýmist einir eða með mökum. Farin er árlega a.m.k. ein golfferð til Skotlands. Ég þarf víst ekki að segja lesendum að ekki vantar keppnina í gömlu mennina í þessum ferðum frekar en á árum áður! Golfið er nú orðið jafnmikil ögrun og hvatning til árangurs og forðum daga í handboltan- um. Munurinn er hinsvegar sá að golfið er einstaklingsíþrótt. Nú keppa allir við alla. Það getur ekki orðið betra fyrir keppnismennina gömlu! Mulningsvélin hefur átt því láni að fagna að geta, vegna sjóðsins okkar góða, styrkt hin ýmsu málefni innan Vals. Ekki fer vel á því að fjölyrða um þennan þátt í starfsemi okkar, en vart þarf að taka fram hversu mikil ánægja hefur fylgt því að geta launað okkar ást- kæra félagi allar stundimar, sem það hef- ur veitt okkur og þann stóra þátt sem Valur á í mótun okkar allra sem fulltíða manna. Mulningsvélin færir Val sínar innileg- ustu hamingjuóskir á 90 ára afmælinu og óskar jafnframt öllum Valsmönnum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi árum. F.h. Mulningsvélarinnar Bergur, gamli, Guðnason 2001 Valsblaðið 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.