Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 114

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 114
Ettir Þorgrím Þráinsson Að sigrast Hvert einasta augnablik skiptir máli! a sjalfum Draumur flestra, sem stunda íþróttir af áhuga og eljusemi, er að skara fram úr, komast í landsliðið eða enn lengra. Sum- ir komast á toppinn en aðrir sitja eftir með sárt ennið en hafa engu að síður notið þess að vera í góðu keppnisliði, frábærum félagsskap og heilbrigðu um- hverfi. í Val er mikill efniviður ungra og upp- rennandi íþróttamanna og skiptir engu hvort litið er til knattspyrnunnar, hand- boltans eða körfuboltans. Glæsileg ung- menni eru í öllum flokkum, með glampa í augum, iðandi í skinninu yflr því að leggja sig fram og uppskera í samræmi við það. En aðeins örfá þessara ung- menna munu upplifa það að draumar þeirra sem íþróttamenn rætist. Jafnvel þótt viðkomandi mæti á hverja einustu æfingu í tíu ár uppsker hann ekki eins og hann sáði, nema að hluta. Hvað veldur? Það sem gerir gæfumuninn er HUGAR- FARIð og það að nýta HVERT EIN- ASTA AUGNABLIK. Það er ekki væn- legt til árangurs að mæta á æfingar og hugsa með sér; „í dag ætla ég að taka það rólega, ég legg mig bara fram í næsta Ieik.“ Þeir sem hafa þetta að leið- arljósi munu tæplega skara fram úr. Það sem skiptir öllu máli er að nýta hvert einasta augnablik á æfingum, hvort sem verið er að taka spretti, gera tækniæfmg- ar, skjóta eða kasta á mark, hlusta af at- hygli á þjálfarann og svo mætti lengi telja. Það er ekkert mál að klára æfingu sómasamlega en fá nánast ekkert út úr henni. Iðkendur eiga alltaf að vera á tánum og vera með 100% einbeitingu á æfingum. Aðeins þannig næst frábær árangur. Og það skiptir ekki síður máli að eflast við allt mótlæti. Þá kemur hinn raunverulegi persónuleiki í ljós. Þeir sem líta ekki í eigin barm í mótlæti, kennara þjálfaran- um um að þeir detta úr liðinu, eiga ekki framtíð fyrir sér. Góður þjálfari í Val sagði eitt sinn; „Eg vel ekki liðið, heldur þið sjálfir með ykkar frammistöðu." Það eru forréttindi að fá að fara erfíðu leiðina í íþróttum því lífið sjálft er ekki dans á rósum. Öll upplifum við gleði, sorg, sigra, töp, vonbrigði og hamingju - inn- an vallar sem utan. Og þess vegna er íþróttaiðkun besti skólinn fyrir lífið sjálft. Það að standa á toppnum sem sigurveg- ari er ekki lykilatriðið, jafnvel þótt það sá ákveðið markmið og við eigum að njóta þess. Til þess er leikurinn gerður. En það sem skiptir hins vegar öllu máli er hvemig þú hagar þér eða leggur þig fram á leiðinni á næsta tind, sem er enn hærri. Þar skipta æfingar mestu máli, sömuleiðis mataræði, hugarfar, sjálfs- traust og andlegur styrkur. Fremstu boltaíþróttamenn heims komust á topp- inn vegna þess að þeir æfðu utan hefð- bundins æfingatíma - lögðu sig meira fram en næsti maður. Menn uppskera eins og þeir sá. Og iðkendur eiga ekki að treysta því einvörðungu að þjálfarinn geri þá góða. Ábyrgðin er hjá hverjum og einum. Mesti sigurinn í lífinu er að sigrast á sjálfum sér. Takast á við veikleika sýna og hafa hugrekki til að stíga út úr þæg- indahringnum, taka nýrri áskorun. Það er enginn sem ber ábyrgð á lífi okkar nema við sjálf. Og þess vegna stjómum við því sjálf hvaða árangri við náum innan vall- ar, sem og utan. Hafið hugrekki til að líta í eigin barm og leggja ykkur fram á öll- um sviðum, ekki síst þeim andlega. Þessir ungu köifuboltapiltar (Val stjórna því sjálfir hvaða árangri þeir ná í íþróttum og í lífinu sjálfu. 112 Valsblaðið 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.