Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 49

Valsblaðið - 01.05.2001, Blaðsíða 49
Ettir Hauk R. Magnússon Þurfum að taka til Helena ðlaísdóttir nýráðinn þjalfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu í hausnum á okkur! Helena Ólafsdóttir þjálfari segir að Vals- stelpurnar séu meistaraefni. kom mörgum á óvart þegar tilkynnt Var að Helena Ólafsdóttir tæki við af Ragnheiði Víkingsdóttur sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspymu. Helena hefur áður þjálfað yngri flokka KR með góðum árangri og hefur mikla reynslu sem leikmaður með KR vel á annan áratug. Það er því mikill fengur fyrir Val að hafa fengið hana til starfa að Hlíðarenda en ekki kom til greina hjá henni að fara að þjálfa sitt gamla lið. „Ég taldi ekki rétt að byrja að þjálfa lið sem ég hef sjálf spilað með. Ég vildi prófa mig á nýjum vettvangi þar sem ég þekkti ekki mikið til,“ segir Helena. Var það erfið ákvörðun að taka við Valsliðinu? „Alls ekki. Mér var boðin staðan og fannst verkefnið spennandi. Þetta eru óneitanlega mikil umskipti því ég var að- eins spilandi leikmaður með KR. Nú fer ég að þjálfa meistaraflokk og hætti sjálf að spila.“ Hvernig er andinn í hópnum? „Mjög góður. Margar stelpnanna hafa átt við meiðsli að stríða og sumar hafa verið að spila með landsliðinu upp á síðkastið þannig að hópurinn hefur verið fámenn- ari en ég bjóst við. En stelpumar eru metnaðarfullar og duglegar og tilbúnar að leggja mikið á sig. Ég hef sagt við alla, sem vilja heyra það, að þetta sé efnilegasti hópur sem ég hef séð í langan tíma, fjöldi ungra stelpna. Mér líst svakalega vel á hópinn og fyrir félagið er þetta mjög jákvætt. Ég þekki víða til og það er hvergi annars staðar til svona mikill efniviður. Það er greinilegt að vel hefur verið unnið með þessar stelpur hjá félaginu." Er markmiðið að gera liðið strax að Islandsmeistara eftir 13 ára bið? „Markmiðið er að gera liðið að Islands- meistara en hvort það gerist árið 2002 verður að koma í ljós. Við munum fara í hvem leik til að bera sigur úr býtum en við verðum að gera okkur grein fyrir því að liðið er ungt og mér hefur skilst á stelpunum að stöðugleikann hafi vantað á undanfömum árum. Það munum við reyna að bæta. Hvort það tekur eitt, tvö eða þrjú ár, verður bara að koma í ljós. Nokkrir leikmenn skiptu um félag eftir síðasta tímabil og það setti strik í reikn- inginn hvað varðar þau markmið sem við vildum setja fyrir næsta ár. En mér sýnist vera metnaður hjá félaginu og áhugi fyrir því sem við erum að gera. Auðvitað mætti draga fleiri inn í þetta starf eins og gengur og gerist í kvennaboltanum. Yfir- leitt er frekar fámennur hópur í kringum kvennaknattspymuna. Nokkrar „gamlar og góðar“, sem voru í boltanum hjá Val hér áður fyrr, em komnar inn í starfið aftur þannig að ég vona að það verði nokkuð stór hópur í kringum þetta hjá okkur. Það skiptir máli.“ Muntu sakna þess að spila ekki sjálf? „Ég get fúslega viðurkennt það. f fyrsta sinn í langan tíma er ég nokkum veginn heil og þess vegna prófaði ég að vera með á æfingu um daginn. Það kitlaði að- eins. En það að hætta er ákvörðun sem búið er að taka.“ Hvað þarf að gerast til að Valsliðið nái að sýna sama stöðugleika og Breiða- blik og KR? „Sálfræðihliðin á eftir að spila stórt hlut- verk. Ég held að liðið þurft að fá aðeins meiri trú á sig, að það geti lagt lið eins og KR og Breiðablik að velli og að það sé jafn gott og þau lið. Reyndar hef ég ekki áhyggjur af því að þessar stelpur verði ekki í formi og að getan sé ekki til staðar. Við verðum aðeins að taka til uppi í hausnum á okkur og það hefur mér heyrst að stelpumar séu sáttar við.“ 2001 Valsblaöið 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.