Búnaðarrit - 01.01.1943, Síða 33
BÚNAÐARRIT
;n
þarf í núgildandi nýbýlalöggjöf og læt það nægja hcr.
En ég vil endurtaka það, sem ég að vísu hef áður bent
á, að nú þarf einmitt að endurskoða nýbýlalöggjöfina
og færa hana í það liorf, sem reynzla undanfarinna
ára hefur bent til.
XII.
Mér virðast skoðanir almennings mjög á reiki um
framtíðarskipan nýbýlamála. Margt sem um það er
mælt af lítilli þekkingu. Virðist mér að ýmist sé í ökla
eða eyru uin skoðanir margra í þessum efnum.
Fyrir nálægt 10 árum síðan þóttu það skýjaborgir
einar, að tala um stol'nun þéttbyggðra býlahverfa,
scm stofnuð yrðu að einhverju leyti og starfrækt með
samvinnusniði. Þeir, sem það gerðu, voru stimplaðir
sem byltingamenn, hættulegir eðlilegri þróun. For-
göngumenn í búnaðarháttum voru þessari hugmynd
]>á flestir andvígir, ef ekki beint fjandsamlegir. Nú
virðist svo skipt um, að almennt sé litið svo á, að allt
landnámsstarf sé lítilsvirði, hálfgert kák, nema ráð-
ist sé í framkvæmdir á félagslegum grundvelli — að
byggðahverfi verði reist eftir föstu fyrirframhugsuðu
kerl'i.
Eg fagna þessum sinnaskiptum að vissu marki. Ef
þá má treysta að hugur fylgi máli.
Eg hef ávallt verið þeirrar skoðunar og þráfalt hent
á það, að okkur bæri að fara þessa leið í landnáms-
málum sveitanna, samhliða þeirri nýbýlamyndun, sem
átl hefrir sér stað undanfarið, og einkum er bundin
við skiptingu eldri jarða í tvö eða fleiri býli.
Hitt er hin mesta fásinna, að ætla, að nú eigum við
að hætta á þeirri leið, sem farin hefur verið síðuslu
árin í nýbýlamálum, og hverfa eingöngu að stofnun
byggðahverfa. Eðli og erfðavenjur þjóðarinnar breyt-
ast ekki á fáum árum. Hann á enn mikil itök í hug-
um og störfum íslenzkra hænda málshátturinn „Garð-