Búnaðarrit - 01.01.1943, Blaðsíða 36
34
B Ú N A Ð A R RIT
þessara manna er það, að byggðina eigi að draga sam-
an. Sníða af heil l>yggðalög, sem lögð verði i eyði. En
það eigi að sníða öllum búrekstri nýjan stakk í þétt-
býli — þar yrði svo búskapur rekinn á sinn hátt,
hvað tækni snertir, svipað og togaraútgerð og verk- •
smiðjuiðnaður er starfræktur nú.
Þessi kenning er að niínuin dómi hættuleg og sýnir
greinilega, að jiessir menn skilja ekkert hvers virði
dreifbýli er fyrir menningu þjóðarinnar. Það er nauð -
syn hverju þjóðfélagi, að nokkur hluti þjóðarinnar
fáist til þess að búa og starfa í dreifbýli. Menningar-
saga allra þjóða sannar þetta ótvírætt. Hvernig mundi
liafa farið íyrir okkar þjóð, ef hún á umliðnum öld-
uin hel'ði öll lniið í þorpum við sjávarsíðuna. Þjóðin
hefði algerlega glatað tungu sinni og þjóðerni. Danska
var um eitt skeið það mál, sem hið svokallaða „heldra
fólk“ í Reykjavík og fleiri þorpum talaði aðallega.
Selstöðukaupmenn og danskir embættismenn voru vel
á veg konmir með að eyðileggja mál og menningu is-
lcnzku þjóðarinnar. Þá var það fólkið í sveitunum,
fólkið i dreifbýlinu, sem bjargaði. Það var lán þess-
arar þjóðar, að meginhluti hennar þá bjó í sveitum.
Hið sama gildir enn. Verði þjóðin öll flutt í borgir og
þéttbyggð þorp, munu mörg þau menningarverðmæti,
sem við eigum merkust fara forgörðum. Vegna þjóð-
félagsins sjálfs verður að tryggja það, að fóllt fáist til
þcss að lifa og starfa í sveitum, í strjálbýli. Engin
þjóð mun þola það til lengdar, að hin dreifða byggð
verði öll upprætt. En þessu fólki verður að tryggja
að öllu sambærileg kjör við það fólk, sem í þéttbýli
býr.
Þótt ef til vill megi sanna með úlreikningum og töl-
um að ódýrara sé að framleiða mjólk, kjöt og græn-
meti með stórrekstri einum en á dreifðum býlum, þá
eru það engin rök í þessu máli. Hin helga bók vor