Búnaðarrit - 01.01.1943, Page 153
151
B Ú N A Ð A R R I T
ræsa ekki yi’ir 70—80 m, en síðustu útgáfu færði ég
])etta niður í 60 m. — Þetta er nú ekki byggt á reynslu
Þændanna, sem Á. G. E. þó virðist halda.
Erlendis eru pípuræsi hreinsuð (t. d. af mýrar-
rauða) með þar til gerðum tækjurn. — Fyrir nokkru
siðan datt mér i hug, að á sama hátt niætti hreinsa
linausræsi, að minnsta kosti þar, sem jarðvegur er
sæmilega þéttur. — Sumarið 1940 hlutaðist ég íil um,
íið tilraun var gerð með þetta. Tilraunin gekk ágæt-
lega; þó voru tækin ekki eins og ég hefði kosið. En
hér með er ])á sannað að hreinsa má slíi'lur úr hnaus-
ræsum á auðveldan hátt; frekari tilraunir þarf þó
að gera. — Meðal annast með tillili til hagkvæmrar
aðstöðu við hreinsun ræsanna stylti ég lengd þeirra.
Álykt anir A. G. E. eru því ekki óbrigðular, frekar
en mínar.
Hitt er ekki leyndardómur, að ég læri af reynsl-
unni eins og aðrir menn, og læri af bændum sem öðr-
um. tíg spila mig ekki sem spámann.
Eg hef aldrei sagt, að nýræktin við kauptún væri
gallalaus; ég þekki meira að segja stórgallaða nýrækt
Aið kauptún, en þau dæmi eru fá. En hilt hef ég' sagt
og segi enn, að nýrækt kauptúnanna er yfirleitt inuu
betri en almennt gerist i sveitum, enda liggja nógar
sannanir fyrir um það.
Um jarðvinnsluna ætla ég ekki að karpa. Mér ligg-
ur í léttu rúmi, hvort Á. G. E. álítur, að mér sé sú hlið
Ijós eða óljós, en það hendir mig ekki að rugla saman
Jnigtökunum „jarðvinnsla" og „forræktun" eins og
Á. G. E. virðist gera, samkvæmt orðalagi sínu.
Þá kem ég að því stóra númeri — dráttarvélunum.
Um þær komst ég meðal annars svo að orði í marg-
umræddu erindi minu: „Fyrsta dráttarvélin kom til