Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 11
BÚN AÐARRIT
9
liallast, ef oft þarf að jafna reksturshalla með lán-
um, því að afborganir og vextir af þeim leggjast á
framleiðslu næstu ára.
Allt öðru máli gegnir með lán, sem bóndinn tekur
vegna umbóta á jörð sinni, cl' umbæturnar orsaka
framleiðsluaukningu, sem stendur undir vöxtum og
afborgunum af láninu. Sama gildir um fjárfestingar-
lán, sem tekin eru til umbóta á þjóðarbúinu. Þau eiga
að aulta heildarframleiðsluna sem vöxtum nemur og
þannig standa undir sér sjálf. Með öll fjárfestingar-
lán veltur allt á því, hvernig og hve rétt framleiðslu-
aukningin hefur verið áætluð, og hvort sú áætlun
stenzt. Fjárfestingarlán til arðbærra framkvæmda eru
jafn sjálfsögð að sinu leyti, eins og lán til að jafna
lialla á rekstrarreikningi, eru að sínu leyti eyðileggj-
andi fyrir lántakanda.
IV.
Mörgum bóndanum dettur það fyrst í liug, þegar
hann sér að framleiðslan ætlar ekki að hrökkva fyr-
ir útgjöldunum, að draga úr þeim og spara. Ég hef
þekkt hændur — þar á meðal einn um fimmtugt —
sem í kreppunni eftir 1930 hættu að nota neftóbak
til þess að spara, og að ýmsu öðru leyti drógu margir
úr kaupuin til búsins og reyndu að búa meira að
sinu. Þótt bóndinn geti gert þetta nokkuð, eru tak-
rnörk fyrir því, hve langt hann gctur gcngið í þeim
efnum.
í raun og veru á hið sama sér stað i þjóðarbúinu,
þegar stjórnarvöldin reyna að draga úr innflutningi
með alls konar hömlum og jafnvel bánni á innflutn-
ingi einstakra vara og vöruflokka, til þess að jöfn-
uður náist á inn- og útflutningi. Það getur liaft til-
ætluð áhrif um stutt árabil (sbr. árin 1934—1938),
en til lcngdar getur bóndinn eltki sparað neitt veru-
legt og stjórnendur þjóðarbúsins ekki heldur hindr-