Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 12
10
BUNAÐARRIT
að þjóðina í að kaupa það, sem hana vanhagar um,
eí' innanlands kaupgeta er fyrir hendi. Sú leið er
því ekki fær almennt, þó að hún geti í bili og að vissu
marki hjálpað nokkuð til að ná jafnvægi á tekjur
og gjöld.
V.
Margir gripu til þess ráðs í kreppunni eftir 1930
að fjölga fénu með því að gefa því fóðurbæti með
heygjöfinni og beitinni að vetrinum og geta á þann
Iiátt haft féð fleira á sama heyforða. Vegna þess
fjölgaði fénu úr nálægt 640 000 árið 1928 í 730 000
árið 1933, en þá varð það flest.
Til þess að réttlætanlegt sé að stækka búin með
því að fjölga húfénu og ætla fjölguninni erlendan,
innfluttan fóðurbæti, þarf verðlag fóðurbætisins og
afurðanna að vera þannig, að það, sem fæst fyrir ai'-
urðirnar, sem framleiddar eru á fóðurbætinum, sé
meira en það.sem gel'a þarf fyrir fóðurbætinn. Þetta
er oft vafasamur ávinningur fyrir heildina, enda þótt
það geti borgað sig fyrir bóndann sem einstalcling.
Hann getur oft bætt við tölu fjárins án þess að þurfa
að auka heildarútgjöld búsins nema með verði fóð-
urbætisins. En alltaf er áhætta því samfara að fara
þessa leið, nema bóndinn strax að haustinu noti fóð-
urbætinn til heysparnaðar, svo að hann hafi nægj-
anlegt hey, hvernig sem veturinn verður. Gæti hann
þess, þá getur hann oft náð jafnvægi á viðskipta-
reikning búsins á þennan hátt. Þetta fer þó á hverj-
um tíma eftir hlutfallinu á verði fóðurbætisins og
afurðanna, sem framleiddar eru á honum, og þó
sjálfsagt sé fyrir bændur að athuga þennan mögu-
leika, liggur hann ekki opinn fyrir, og er ekki hægt
að ráðleggja þeiin yfirleitt að nota sér hann. En
vafalaust á þessi leið hér og þar rétt á sér, enda af
ýmsum farin.