Búnaðarrit - 01.01.1953, Side 13
BÚNAÐARRIT
11
VI.
Þótt erfitt sé fyrir bóndann að ná jöfnuði á við-
skiptareikning búsins með því að spara kaup á nauð-
synjum sínum, þá getur hann oft náð jöfnuði með
því að haga viðskiptum sínum við móður jörð hag-
anlegar en hann gerir og á þann hátt lækkað fram-
leiðslukostnaðinn og fengið ódýrara hey og ódýrari
garðávexti. Búreikningar sýna, að það munar fullum
lielmingi, sem taðan er ódýrari hjá þeim bændum,
sem fá Iiana ódýrasta, og það eru oft þeir sömu
ár eftir ár, heldur en hjá þeim bændum, sem hún
verður dýrust hjá. Nú eru það aðeins t'áir bændur,
sem færa fullkomna búreikninga og því ekki rniklar
líkur til þess, að sá, sem fær töðuhestinn ódýrastan
í hlöðu, sé meðal þeirra, og því síður sá, sem hest-
urinn verður dýraslur hjá. Munurinn er því áreiðan-
lega enn meiri, hvað þetta snertir.
Augljóst er, hve miklu það skiptir afkomu búsins,
hvort öfiun heyhestsins kostar 150 krónur eða aðeins
75 krónur. Er því full ástæða fyrir bændur að yfir-
vega, hvort þeim sé ekki unnt að lækka kostnaðinn
við heyöflunina.
Hér kemur fjölda margt til greina, og skal hér
drepið á nokkur þau atriði, er helzt skipta máli.
Nefni ég þá fyrst fullræktun túnsins. Meðal-
töðufengur er talinn 36 hestar af hektara eða 12
hestar af dagsláttu. Það er ekki ábrciðslugras í ein-
um slætti. Mikill hluti túnanna er sleginn tvisvar.
Þau tún, sem í beztri rækt eru, gefa tvisvar ábreiðslu-
gras eða næstum 90 hesta af hektara eða 30 hesta
af dagsláttu. Mikill liluti íslenzku túnanna gefur að-
eins af sér þriðjung þessa eða 30 hesta af hektara.
Nú er það augljóst hverjum manni, sem um það vill
liugsa, að því meira töðumagn, sem bóndinn fær af
dagsláttunni, því ódýrari verður öll vinna bæði við
túnið — áburð, ávinnslu, vörzlu — og við sjálfan