Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 15
B Ú N A Ð A R R I T
13
Áríðandi er þó, að áburðinum sé dreift á hentugum
tíma. Það borgar sig miklu betur fyrir bóndann að
hafa túnið í góðri rækt og bera vel og á réttum tíma
á það, en bera sama áburðarmagn á stærra tún og fá
síðan lélega uppskeru af því öllu.
Vera rná, að vöntun á einhverju ákveðnu næring-
arefni takmarki vöxtinn, og þá þarf að finna hvert
það er, og má þá oft, þegar það er fundið, bæta sprett-
una verulega með litlum tilkostnaði.
Hér á bóndinn líka að tala við héraðsráðunautinn
og láta hann Iijálpa sér að gera áburðartilraunir, svo
að hann fái sjálfur, í eigin túni, að sjá, hvað olli því, að
túnið spratt ekki betur. (Sjá líka Vasahandb. 1951,
bls. 132—133.)
Fleiru getur verið um að kenna, að túnið sprettur
ekki sem sltyldi, svo sem mikilli beit haust og vor,
óheppilegum áburðartíma — tilbúinn áburður bor-
inn á of seint að vorinu — o. fl. Að öllu þessu þarf
bóndinn að lxuga og ráðgast um það við héraðsráðu-
naut sinn og reyna ásamt honum að komast að raun
um, hvað hann á helzt að gera fyrir tún sitt til þess
að fá sem bezta sprettu í það. í þeirri leit og þeim
aðgerðum má hann ekki láta staðbundnar venjur
binda hug sinn eða hendur um of.
VII.
Þó að það skipti miklu máli að fá túnið í góða
rækt, er þó fleira, sem til greina kemur og hver bóndi,
sem vill fá sem mesta og bezta töðu í hlöðu með sem
minnstum tillcostnaði, þarf að athuga. Þar kemur
meðal annars til greina sláttutíminn og aðferðirnar
inð heyskapinn. Yfirleitt hyrja bændur of seint að
slá. Túnin voru áður fyrr einslegin, og þá var það
siður að bíða með að slá þau, unz menn töldu þau
l'ullsprottin, til þess að fá sem inest töðumagn. Nú
er þetta víðast breytt. Nú eru túnin oftast tvíslegin