Búnaðarrit - 01.01.1953, Síða 17
BÚNAÐARRIT
15
og hinn bczta fáanlega ljá, þá orkar sláttulag einstak-
lingsins einnig miklu um afköstin. Mjög víða finnast
menn, sem ekki vita, hver lengd orfsins á að vera,
miðað við lengd þeirra og vaxtarlag eða hvert sláttu-
lag er bezt. (Sjá t. d. fóðurfræði H. Vilhjálmssonar,
bls. 190.)
Enginn vafi er á þvi, að þess verður ekki langt að
híða, að á mörgum þeim jörðum, þar sem nú er
slegið með orfi og ljá, verði túnin svo stór, að sláttu-
vél komi þar til sögunnar. En þangað til svo verð-
ur, mun orf og ljár gegna sínu gamla hlutverki, en
sjálfsagt er að nota það bezta, og eins haganlega og
hægt er.
Fleslir bændur slá nú túnin með sláttuvél, sem ým-
ist er dregin af hestum eða dráttarvélum. Dráttar-
vélarnar koma í stað hestanna þar, sem slétta landið
er orðið stórt og hestasláttuvélin verður þeim bónda
óþörf. Á sama tíma eru aðrir bændur þannig stadd-
ir, að þeir þurfa að fá sér hestasláttuvél í stað orfs-
ins. Ef til vill þurfa þeir hennar ekki nema um 5—
10 ára timabil, meðan túnið er að stækka svo mikið,
að þeir geta haft hagnað af að fá sér dráttarvél. Er
því óþarfi að útvega þeim nýja sláttuvél erlendis frá,
ef hægt er að fá notaða sláttuvél hér innanlands. Lít-
ill Vafi er á því, að á næstu árum munu nægar hesta-
sláttuvélar verða leystar af hólmi af dráttarvélasláttu-
vélum, til þess að hægt sé með þeim að fullnægja
hestasláttuvélaþörf þeirra, sem þurfa á þeim að halda.
En það vantar tilfinnanlega stofnun, sem kaupir not-
uð verkfæri af þeim bændum, sein vaxnir eru frá
þeim, og selur þau til hinna, sem vaxnir eru upp í
Jiað að þurfa að nota Jiau. Þess vegna liggja mörg
slík vcrkfæri í vanhirðu víðs vegar um sveitirnar á
sama tíma og ný tæki sömu tegundar eru keypt er-
lendis frá. Á þessu eiga verzlunarfélög bændanna að
ráða bót sem allra fyrst. Með því gerðu þau bæði