Búnaðarrit - 01.01.1953, Síða 18
16
B Ú N A Ð A R R I T
seljendum og kaupendum tækjanna stóran greiða og
spöruðu þjóðinni dýrmætan, erlendan gjaldeyri.
Víða er skortur á góðum tækjum til þess að slípa
sláttuvélarljái og þeim því ekki haldið nógu beitlum.
Af því leiðir eðlilega, að minna er slegið og verr en
ella, og meiri orka eyðist en nauðsynlegt væri.
Þó nokkru geti munað lil hækkunar á fram-
leiðslukostnaði töðunnar, livenær og hvernig slegið
er, munar oft enn meira á því, hvernig heyþurrkunin
og hirðingin takast. Kemur þar hæði til greina að
tapa sem minnstri næringu úr grasinu við þurrkun-
ina og þurrkunin verði sem ódýrust.
Við þurrkun töðunnar er sinn siðurinn í hverri
sveit, og á misjöfn veðrátta nokkurn þátt í því. Sums
staðar er licyið látið liggja í ljánni, unz það er orðið
hálfþurrt. Rakstrarvélin rakar því síðan í garða,
en því næst er það sett i smásæli, sem breitt er yfir.
Sætin eru látin standa, unz heyið í þeim er orðið
fullþurrt. Tekur það oft 2—4 vikur, að lieyið full-
þorni i sætunum, allt eftir tíðarfari. Á þennan hátt
fást sjaldan góð hev og aldrei ágæt. Taðan missir
oft óeðlilega ínikið af næringarefnum sinum, en vinna
er miiini við þessa þurrkunaraðferð en flestar aðrar.
Annars staðar er heyinu snúið með hrífum eða
sniiningsvélum, svo að það jafnþorni. Það er garðað
eða fangað til að reyna að verja, að það blotni aftur,
eftir að það er tekið að þorna. Föngunum eða görð-
unum er síðan dreift aftur til að þurrka heyið betur.
Oft er tíðarfarið þannig, að endurtaka þarf görðun
cða föngun oftar en einu sinni, áður en heyið er
orðið fullþurrt og hirðandi. Sumir ýta því þá beint
að hlöðunni án Jjess að saxa það upp, aðrir setja
það á reipi og draga siðan sætin heim. Enn aðrir
setja það á sleða eða vagn og flytja heim á þeim,
og enn eru til menn, sem hinda allt hey og flytja
heim á ldakk, jafnvel þótt við hlöðuvegginn sé.