Búnaðarrit - 01.01.1953, Síða 19
BÚNAÐARRIT
17
í sumum sveitum þekkjast ekki yfirbreiðslur yfir
hey, en í öðrum eru þær til á hverjum bæ.
Allvíða er nú komin súgþurrkun, þ. e. tæki til að
blása lofti, stundum upphituðu, í gegnum heyið og
þurrka það á þann hátt. Gefast þau víðast ágætlega.
Þó sýnir reynslan, að gæta þarf þess þar, sem súg-
þurrkunarútbúnaður er kominn i hlöður, að heyið sé
jafnlaust i allri hlöðunni. Ef mcir er troðið í einuin
hluta hlöðunnar en öðrum, þá er hætt við, að loftið
þurrki fyrst og fremst þann hluta heystæðunnar, sem
lausari er, en hitt verði út undan, sem fastara er i
sér, það mygli eða orni. Eins sýnir reynslan, að hin
smágerða, kjarngóða, íslenzka taða þarfnast meiri
blásturs en talið er, að hey þurfi erlendis. Hér þarf
því stærri blásara og sterkari aflvélar en talið er, að
þurfi í nágrannalöndum okkar.
Loks verka margir bændur meiri eða minni hluta
af heyjum sínum sem vothey og hafa búið sér lil
heygeymslur í þeim tilgangi. Eru þær misjafnar mjög
að gæðum og nokkuð umdeilt, hvernig þær séu heppi-
legastar. Tilraunir standa nú yfir að tilhlutan B. í.,
sem ætlað er að skera úr því. En hver sem niður-
staða þeirra tilrauna verður, er mjög mikilsvert, að
votheysgeymslunni sé þannig fyrir komið, að auðvelt
sé bæði að koma grasinu í hana að sumrinu og gefa
úr henni að vetrinum.
Áríðandi er, að hægt sé að fergja votheyið nægjan-
lega og á sem hentugastan hátt. Ágæt reynsla hefur
fengizt af tjakkfergju Marteins Björnssonar og Hall-
dórs Pálssonar og sömuleiðis af fergju Árna Gunn-
laugssonar.
Enn fleiri tilbrigði eru í heyverkunaraðferðum
manna, en hér skal látið staðar numið.
Þess bið ég alla þá bændur, sem þetta lesa, að gæta
þess að yfirvega vandlega, livað bezt hentar þeim við
þá aðstöðu og það tíðarfar, sem þeir búa við. Um það
2