Búnaðarrit - 01.01.1953, Side 21
BÚNAÐARRIT
19
í'járfesting, sem borgar sig flestum öðrum fjárfest-
ingum betur. Þótt ekki fengist nema meðalheyfengur
eða 36 hestar af töðu af nýræktarhektaranum, þá eru
það alltaf 18 ærfóður eða 1 kýrfóður. Þar sem þannig
hagar til, að ekki þarf að bæta við vinnukrafti um
haust, vetur eða vor vegna búfjárfjölgunarinnar, er
sá arður, sem fæst við stækkun bústofnsins, ákaflega
inikils virði fyrir bóndann. Mjög margir bændur geta
ekki lagt annað en eigin vinnu til nýræktarinnar. Þeir
bændur, sem eiga orðið stærri tegundir af heimilis-
dráttarvélum og verkfæri með þeim, geta unnið að
nýræktinni sjálfir með vélum sínum. Þar sem laudið
er sérstaklega erfitt til vinnslu, er óhjákvæmilegt að
láta stærri umferðaverkfæri vinna sjálft landbrotið
í fyrstu. En sjálfir eiga bændur að vinna að herf-
ingu, völtun o. s. frv., bæði vegna þess, að með því
ráða þeir frekar við framkvæmdina fjárhagslega, on
líka og ekki síður af þeirri ástæðu, að þá geta þeir
framkvæmt hana á þeim tima, er bezt hentar. En
það veltur á mildu, að herfað sé, sáð og valtað á
réttum tíma að vorinu. Bæði munar oft mjög miklu
á kostnaðinum, en hitt er þó meira virði, að eftir því
getur farið, hvernig nýræktin heppnast.
íslenzkir bændur eru flestir harla óvanir vélavinnu.
Þess er því ekki að vænta, að þeir hafi allir áttað
sig á þessari nýju tegund af vinnu, sem nú er orðin
sjálfsagður liður í vorstörfunum. Áður fyrr var plæg-
ing og sléttun túna aðallega framkvæmd af umferða-
plægiugaflokkum. Nú hafa umferðaskurðgröfur, um-
íerðadráttarvélar og umferðajarðýtur leyst þessa uin-
ferðaplægingamenn af hólmi. Þetta eru dýrar vélar,
og þær verða því að notast, meðan jörð er þýð, og helzt
eins marga tíma úr hverjum sólarhring og föng eru
á. Landið, sem umferðatækin brjóta og ef til vill
l'rumherfa, á síðan að fullvinna með heimilisdráttar-
vélum. Með því að velja sér hentugt land til ræktunar
L