Búnaðarrit - 01.01.1953, Síða 24
22
B Ú N A Ð A R R I T
X.
Kýrnar breyta töðunni í mjólk. Þetta gcra þær mis-
jafnlega. Takmörk eru fyrir því með hverja kú, hve
miklum næringarefnum hún getur breytt í mjólk á
einu ári eða milli burða. Við vitum ekki vel, hvar
þessi takmörk eru, en við þekkjum kýr, sem ekki
hafa gefið nema 1200 kg af mjólk um árið ár eftir
ár og þó verið gefið nægjanlegt fóður til þess að geta
mjólkað meira. Við þekkjum líka kýr, sein hafa
mjólkað 5600 lítra einstaka ár og kýr, sem mjólkað
liafa 4500 lítra ár eftir ár og hefðu líklega getað gert
betur, ef þær hefðu fengið meira fóður eða meira
efni til að umsetja í mjólk.
Við getum því sagt, að í nautgripastofni okkar séu
kýr, scm geti mjólkað frá 1200 lítrum til 5000 lítra
um árið, ef bóndinn gefur þcim nógu mikið fóður
til þess. Nú er það svo, að viðhaldsfóður kýrinnar er
6 til 8 kg af töðu á dag og af þeim næringarefnum,
sem í því töðumagni er, mjólkar kýrin ekki. Af því
dregur hún einungis fram lifið. En af þvi fóðri, sem
hún fær fram yfir þelta, mjólkar hún. Næringarefn-
unum úr því fóðri, sem hún fær fram yfir viðhalds-
fóðrið, hreytir hún í afurðir, mjólk eða hold, — og
því meira, sem kýrin getur unnið að þessu, því arð-
samari er hún. En þar sem það eru takmörk fyrir
vinnuorku kýrinnar, þýðir aldrei að ætla henni að
umsetja meira en hún hefur eðli til. Aukin gjöf í
því skyni er að henda peningum á glæ og stundum
beint til hins verra, þar sem það getur ofreynt kúna.
Nú eru kúabú bændanna ákaflega misarðsöm og
það svo, að ótrúlegt kann að þykja. Sein sýnishorn
má nefna tvö dæmi frá tveim bændum, sein báðir
hafa 11 mjólkandi kýr, en tvær þeirra eru kvígur.
Ég kalla þá A og B.
A félck 39 721 kg mjólkur með 4.08% fitu. Fyrir
þann hlutann, sem hann lagði í mjólkurbúið fékk