Búnaðarrit - 01.01.1953, Side 27
BÚNAÐARRIT
25
þannig, að ærin sé vel framgengin og ugglaus með
að geta fætt og komið upp lambi og viða tveimur.
Arðsemi íslenzku fjárbúanna í dag er mjög misjöfn.
Margir bændur hér og þar uin landið (Flóanum,
Fljótshlíð, Ströndum, Skagafirði, Þingeyjarsýslu og
víðar) hai'a undanfarin ár fcngið um og yfir 25 kg
af kjöti eftir hverja fóðraða á. Búa þó sumir þeirra
á mjög landléttum jörðum, sem ekki var talið mögu-
legt að eiga vænt fé á fyrir svo sem 20 árum síðan.
Þessir bændur gefa ánni l'rá 80 upp í 120 fóðurein-
ingar yfir veturinn. Þeir eru því öruggir með að fá
þennan arð eftir ána, hvernig sem viðrar að vetri og
vori, því að þeir eru ávallt undir það búnir að gefa
fram eftir, ef þess gerist þörf. Sé kílógrammið af kjöt-
inu reiknað á 12 kr. og þar i látið vera gæru- og
sláturverð, þá fá þcir nú eftir meðalána 300 kr.
Fóðrið er mestmegnis liey, sem ætla má, að kosti
nálægt 2.00 kr. fóðureiningin og fóðrið því frá 160
kr. til 240 kr. i meðalána, og ef til vill 10—-12 kr.
meira, sé fóðurbætir notaður, því að í honum cr fóður-
einingin dýrari. Þeir af þessum bændum, sem hafa
200 ær, hafa því 12 000—28 000 kr. fyrir hirðingu,
vexti, liagleit o. s. frv. eða allan anrian tilkostnað en
sjálft fóðrið.
Til samanburðar við þennan lióp finnast margir
bændur, jafnvel liver bóndi í heilum héruðum, sem
ekki fá lamb undan hverri fóðraðri á og fá aðeins
þelta frá 10—12 kílógrömmum af kjöti eftir ána, og
töluvert af því fer oft i II. og III. verðflokk.
Þessir bændur nota lika til muna minna fóður í
ána en hinir, en býsna er þetta misjafnt eftir tiðar-
fari. Lambafjöldinn fer líka mikið eftir tíðarfarinu
að vorinu. Sé það mjög óhagstætt, getur kjötið eftir
meðalána hjá þessum bændum komizt niður í 7—8
kg. Ef við reiknum hér með sama verði og að ofan,
fá þeir 120—140 kr. brúttó eftir meðalána. Þessir