Búnaðarrit - 01.01.1953, Side 32
30
BÚNAÐARRIT
um breytist það til batnaðar. Flestum er nú orðin
ljós nauðsyn þess að breyta húsaskipun með tilliti
lil þess, að vinnukostnaður verði sem minnstur, þeg-
ar fénaðarhús eru endurbyggð, en að því er nú stefnt
eftir því, sem geta manna og lánsmöguleikar leyfa.
Eins og bóndanum er nauðsynlegt að nýta vinnu-
afl heimafólks síns sem bezt, eins er þetta nauðsyn-
legt á þjóðarbúinu. Bóndanum er hagur í að liafa
sem fæstar óvirkar liendur á búi sínu, á þjóðarbúinu
er það ekki síður nauðsyn.
Árið 1940 — síðasta árið, sem unnið hefur verið
úr reglulegu manntali, — lifðu 30.6% af þjóðinni á
landbúnaði, 15.9% á fiskveiðum, 21.3% af iðnaði,
8.7% af samgöngum, 7.2% al' verzlun, 5.3% af per-
sónulegri þjónustu, 5.85% af opinberri þjónustu,
5.2% var óstarfandi fólk. Það eru því 46.5%, sem lifa
beint af framleiðslunni.
Allmikill hluti iðnaðarfólksins gerir það óbeint með
því að gera framleiðsluvörurnar verðmeiri, en meiri
hluti þess, svo og allir hinir, eru þjónar framleiðslu-
stéttanna eða þjóðarheildarinnar og verða að kaupa
þarfir sínar fyrir þau laun, sem þeir fá fyrir þá þjón-
ustu, er þeir láta heildinni i té.
Þannig eru lögregluþjónar og sýslumenn verðir
laga og réttar, læknar og hjúkrunarkonur þjónustu-
fólk þeirra sjúku og hrumu, prestar og kennarar
annast uppfræðslu barna og unglinga o. s. frv.
Ég hygg, að flestir munu sammála um það, að árið
1940 hafi þjónar framleiðslustéttanna verið orðnir ó-
cðlilega margir. Hvaða þörf er á því t. d. að láta 13.
hvern mann lifa á ágóða af verzluninni? Og þó mun
það sýna sig, þegar manntalið 1950 verður gert upp,
að á síðasta áratugnum hefur verzlunarfólkinu enn
fjölgað verulega. Hvaða þörf er á því að hafa eins
marga kennara og presta og nú eru? Þannig má lengi
spyrja. Þjónustulið framleiðslustéttanna er óhóflega