Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 35
BÚNAÐARRIT
B3
stunda, að belgjurtir geta vaxið vel á magurri jörð
og að þær auðga jarðveginn svo, að aðrar jurtir gefa
þar betri uppskeru eftir að belgjurtir hafa vaxið þar.
Tveim árum eftir að Hellriegel uppgötvaði þýðingu
rótarhnýðanna einangraði Beijerink bakteríurnar og
sýndi að hreinræktaðar mynda þær rótarhnýði á rót-
um belgjurtanna og urn leið var augljós hin mikla
þýðing ákveðinna balctería, sem í samlífi við belg-
jurtirnar megnuðu að binda köfnunarefni andrúms-
loftsins.
Telja má eftirtektarvert hve lítill gaumur þessu
var gefinn af þeim, sem stunduðu rannsóknir og
tilraunir, þegar þetta merkilega náttúrufyrirbrigði
var uppgötvað.
Mjög er það eftirtektarleysi einkennilegt, þegar
samtímis er litið á hina umfangsmildu tilraunastarf-
semi, sem bafin var þegar bændur byrjuðu að nota
tilbúinn áburð og einkum eftir að framleiðsla amin-
óníaks varð að stóriðnaði og notkun þess óx um
allan heim.
Tilraunir sýndu, að með því að útiloka belgjurt-
irnar, þurfti vaxandi skammt af köfnunarefnisáburði,
ef viðhalda skyldi eða auka magn eftirtekjunnar, en
með því var sýnt, hve mikil þörf er fyrir áburð
þennan; samtímis opnuðust augu manna fyrir, að
kappræktun landsins byggðist mjög á því, að ríkulegt
magn köfnunarefnisáburðar sé notað. Niðurstaðan
hefur orðið sú, að óvíða hefur verið lagt nokkurt
kapp á að kerfisbinda tilraunir í þeim tilgangi að
sanna þá möguleika, sem eru til köfnunarefnisvinnslu
á þann hátt að láta belgjurtirnar og rótarhnýði þeirra
annast hana, þ. e. a. s. annast bæði áburðarútvegun
og próteinframleiðslu landbúnaðarins.
Þessi flóknu mál hafa verið höfundi greinar þess-
arar mjög í muna um siðastliðin 25 ár, eða síðan
hann lióf starfið með rannsóknir á köfnunarefnis-
3