Búnaðarrit - 01.01.1953, Side 39
BÚNAÐARRIT
37
standa, er loft hefur aðgang, myndast rótarhnýði
jafnan fljótlega. Því er ómögulegt að fá ósmitaðar
plöntur í kertilraunum til sönnunar í þessum efnum.
Aðeins við tilraunir i dauðhreinsuðum næringar-
vökva getur maður verið öruggur um, að aðrir bakt-
críustofnar trufli ekki árangur tilraunanna.
Frá hagrænu sjónarmiði er því mjög mikilsvert
hvort bakteriustofnarnir eru óvirkir eða ekki, því
mikilvægasta ástæðan til þess að bændur eru hvattir
til að smita belgjurtafræ sitt, jafnvel þegar um er
að ræða venjulegar tegundir grænfóðurs, ertur og
smára, er sú, að menn þeklcja sérhæfni hinna ein-
stöku stofna. Með þvi að velja virkustu stofnana,
þegar ræktun þeirra fer fram í tilraunastofum, get-
ur maður ætlað, að smitun með þeim gefi góðan
árangur og auki uppskeruna, því þess er vart að
vænta, að á ökrunum finnist stofnar í moldinni, er
séu virkari en þeir, sem ræktaðir eru og prófaðir á
tilraunastofnunum.
Við smitun bclgjurtafræsins hefur það mikla þýð-
ingu hve virkur sá stofn eða stofnar eru, sem í hvert
skipti eru notaðir, því að sá stofn, sem myndar
fyrstu hnýðin, gerir jurtina að nokkru ónæma fyrir
öðrum bakteríustofnum. Sé t. d. ertuplanta smituð
með óvirka stofninum H VIII og síðan, eftir að fyrstu
hnýðin hafa myndast, aftur smituð með virkum stofni
ertubaktería, getur hin síðari eklci myndað hnýði og
jurtin vex ekki (sjá skýrslu 1 og 2).
Séu belgjurtirnar því smitaðar með lélegum eða
óvirkum stofnum má gera ráð fyrir lélegri uppskeru.
Sé notaður mjög virkur bakteríustofn, má gera
ráð fyrir, að mikill uppskeruauki fáist. Þegar valdir
eru bakteríustofnar, sem notaðir skulu til þess að
smita belgjurtafræið, ber einnig að taka tillit til
hæfileikans til þess að keppa við aðra stofna, en á
þessu sviði virðist vera mikill stofnamunur. Hér skal