Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 50
48
BÚNAÐARRIT
!
á rannsóknarstofu vorri, höfum vér staöfest, að köfn-
unarefnisvinnslan takmarkast miklu meira af nítrat-
lcöfnunarefni en ammóníakköfnunarefni. 25 mg af
nítratköfnunarefni í lítra af næringarvökva hindra
að mestu vinnslu köfnunarefnis og 50 mg stöðva
hana alveg. Hnýðismyndunin er þá lílil og hnýðin
smá. Sé 100 mg af ammóníakköfnunarefni blandað í
lítra af næringarvökva er köfnunarefnisvinnslan mikil
og hnýðin stór og rauð. Svo virðist, sem nítratköfn-
unarefni verki beinlínis á hnýðisrauðann, ef til vill
með því að mynda sýring með köfnunarefninu og
liindra frekari starfsemi. Tilraunir í greindum píp-
um, þar sem ræturnar vaxa í tveim flöskum, virðast
sanna þetta, svo sem 7. og 8. myndir sýna. I annarri
flöskunni voru 50 mg nitrat-N í lítra af næringar-
vökva, í hinni ekkert, en í þá síðarnefndu voru settar
virkar bakteríur. Á þessum hluta rótanna mynduðust
rauð, stór hnýði. Móðurjurtin notaði mikið magn af
nítrati, en þrátt fyrir það fór einnig fram veruleg
köfnunarefnisvinnsla.
Af rannsóknarstofutilraunum vorum má ráða, að
ef í jarðveginum er mikið nítrat-N, takmarkast köfn-
unarefnisvinnslan. Þegar nítratmagnið í jarðvegin-
um minnkar, byrjar köfnunarefnisvinnsla aftur. Af
þessari ástæðu getur vinnslan vexið breytileg á vaxt-
arskeiði plantanna. Hversu mikið magn belgjurtirnar
fá af köfnunarefni úr lol'ti og hve mikið x'ir jarðvegi,
er háð magni nitrat-N í jarðvegi. Það er ákaflega
erfitt að ákveða, við venjulegar akurtilraunir, af
hvaða uppruna köfnunarefnissambönd þau eru, sem
belgjurtir vinna, jafnvel þó notuð sé isotópaðferð við
rannsóknirnar. Á rannsóknarstofunum er liægt að
lcomast að raun um, með tilraunum, að ef menn að-
eins vilja nota samstarf baktería og jurta svo sem
liægt er, ber að nota belgjurtir í sáðskiptaræktun og