Búnaðarrit - 01.01.1953, Síða 54
52
BÚNAÐARRIT
ingurinn er fluttur í nítrat-blandað efni, getur plantan
ckki vaxið sökum þess, að hún hefur ekki hæfileika
lil að hagnýta nítratið. Sé hæfilegu magni ascorbín-
sýru, eða SH-blöndum, bætt í upplausnina, liefst upp-
laka nítratsins og jurtin vex eðlilega.
í næringarefnaupplausn, þar sem köfnunarefnis-
lindin er ammóníumsúlfat, vex jurt, sem losuð hefur
verið frá frumgrói, án íblöndunar súreyðandi efna
(10. mynd).
Tilraunin sýnir hve mikla þýðingu hin afsýrandi
efni, sem myndast hafa í spírandi fræjum, hafa á
afsýringu nítrats í upphafi gróanda. Við höfum nú
einnig getað sýnt, að ertuplöntur, sem smitaðar eru
með virkum ertubakteríum, er losaðar hafa verið
við frumgróin, vaxa ekki heldur í hreinu köfnunar-
efni eins og það kemur fyrir í andrúmsloftinu, nema
ascorbínsýru sé blandað í upplausnina (11. mynd).
Afsýrandi efni eru því ómissandi fyrir afsýringu
nítratsins og bindingu lireins köfnunarefnis. 1 öðru
sambandi hef ég rætt um árangurinn og skal því ekki
koma inn á það hér frekar.
Árið 1933, þegar ég ásetti mér að fullnægja köfn-
unarefnisþörfinni með heimagerðu köfnunarefni á
jörðinn Sibbo, sem ég hafði eignazt skömmu áður,
valdi ég þá framleiðslustefnu, sem algengust er í
Finnlandi, scm sé að framleiða korn í þeim mæli, er
fullnægir þörfum landsins fyrir þessa vöru svo og
mjólk, að svo miklu leyti, sem framleiðsla heima-
fengins fóðurs leyfir.
Viðhorf mitt — einnig eftir að ég hlaut nánari
kvnni af landbúnaði — er, að þessi stefna sé hin
eina, sem skynsamleg er í Finnlandi. Til þess að geta
haldið í hinn stóra hóp fólks, sem enn stundar land-
húnað meðal þjóðar okkar og er lífsnauðsyn fyrir
Iífsþrótt hennar og framtíð, verða tekjur landbún-