Búnaðarrit - 01.01.1953, Page 65
BÚNAÐARRIT
63
upp með erlendum kornmat. í hinum almenna bú-
rekstri bænda er engin kornyrkja og lítil eða engin
i'óðurrófnarækt. Grænfóðurræktin er aðallega hafrar,
en ekki belgjurtahafrar og engin frærækt. Regla á
jarðræktinni fyrirfinnst ekki, eða sáðslcipti í neinni
reglulegri mynd. Og ef litið er til túnræktarinnar
sjálfrar, sem við ættum þó að kunna bezt tök á, þá
verður fyrir okkur oft mjög óglæsileg mynd. Nú er
mest talað um kal í flatlendum túnum og skaðsemi
þess, og um kennt slæmu grasfræi. Ég held, að of
mikið bafi verið gert úr því, að kalið sé grasfræinu
að kenna, en sé heldur hinu að kenna, að þrátt fyrir
þó við ræktum aðallega gras, þá sýnum við ekki
næga kunnáttu í því að rækta tún. Er þetta ekki
uðallega fólgið í því, livað grasfræinu er sáð seint,
svo og ýmsu öðru? Vitanlega þarf að sá grasfræinu
eins snemma vors og frekast er kostur, og alls ekki
síðar en í lok júnímánaðar, en bezt er að sá því fyrst
í inaí eflir þeim tilraunum um sáðtíma á grasfræi,
sem fyrir liggja. Ef við ætlum okkur að vera nokk-
urn veginn vissir um, að grasfræið þoli komandi
vetur, er fyrsta vorsáning öruggust. Land, sem ekki
er tök á að sá grasfræi í í júní, ætli að nota fyrir
grænfóður og geyma grasfræsáninguna heldur til
næsta vors. Grænfóðurrækt getur gefið ágæta upp-
skeru þó ekki sé sáð fyrr en 5.—10. júlí. En þó gras-
fræið sé gotl og af þeim tegundum, sem þola okkar
jarðveg og veðráttu, og sáðtimi þess sé innan skyn-
samlegra takmarka, þá er það ekki nóg til að fá
örugglega gott tún. Landið þarf að vera vel þurrt,
jafnt á yfirborði, vel unnið og vel íborið með hent-
ugum áburði, vel valtað, og nýju sléttuna má ekki
slá síðar en í ágúst, svo grösin geti kippt sér undir
veturinn, þ. e. vaxið aftur og myndað dálítinn þela.
Haustbeit fyrsta og annað árið ætti að sniðganga ef
unnt er, einkum hrossabeit. Vafalaust eigum við