Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 66
64
BÚNAÐARRIT
mikið ólært í túnræktinni, en þó held ég, að með
þeirri þekkingu, sem áunnizt hefur síðan um aldamót,
megi mjög örugglega búa til góð tún, þó um algerlega
erlent fræ sé að ræða. Það hafa komið fram kröfur
um betri grasfræblöndur vegna kalkhættu og talið
nauðsynlegt, að liáliðagrasfræ væri í fræblöndunum,
en eins og kunnugt er, hefur það ekki flutzt til lands-
ins síðastliðin ár. Vissulega er háliðagrasfræ þolin teg-
und, en samt getur kal unnið á henni ekki síður en t. d.
á túnvingli og sveifgrösum. Nolkun þessara fræteg-
unda útilokar ekki kalhættuna, en getur eitthvað
dregið úr henni. Það eru ýmsar aðrar orsakir en
tegundavalið í fræblöndnnum, sem veldur því, að
grasgróður deyr út vegna þorstaáhrifa. Á mýrartún-
um getur vöntun á kalí og fosforáburði valdið kal-
hættu, svo og ójafnt yfirborð túnsins svo vatn standi
á því. Nauðbeit, svo ekki er neitt til að skýla rótun-
um, getur lika valdið kali. Ef allt þetta fylgist nú að,
er meiri kalhætla en ef allt er á þá leið, sem bezt
hentar. Nú er svo háttað íslenzkum landbúnaði, eins
og alla tíð hefur verið, að fóðurframleiðslan er
eingöngu að kalla heyframleiðsla, og lítil viðleitni er
enn í uppsiglingu um það, að gera jarðrækt okkar
fjölbreyttari, t. d. með lcornyrkju, fóðurrófnarækt og
ræktun einærra belgjurta. Vegna skorts á framtaki
verður bóndinn rígbundinn við einhæfa fóðurfram-
leiðslu eins og túnræktin er, og þessi ræktunargrein
er yfirleitt rekin af of mikilli vankunnáttu, og þá
aðallega hvað viðvíkur sáðtíma grasfræsins, sem yfir-
leitt fellur of seint á vorin, en af því bíður túnræktin
skaða.
En samfara túnræktinni og aukningu hennar verð-
ur ávallt, þrátt fyrir bættar heyverkunaraðferðir, um
vaxandi innflutning kornmatar að ræða við kjöt- og
mjólkurframleiðsluna. Aukin lúnrækt skapar mögu-
leika að hafa fleira búfé og al' því leiðir meiri inn-