Búnaðarrit - 01.01.1953, Blaðsíða 89
BÚNAÐARRIT
87
Belgur Jóhanns á Gilsstöðum og Kútur Jóns á Víði-
völlum. Staðarhrútarnir eru mjög vænir og hold-
miklir, en liæpnir til kynbóta í landléttar sveitir.
Kaldrananeshreppur. Þátttaka í sýningunum var
allgóð. Sýndir voru 43 hrútar, 28 fullorðnir, er vógu
91.0 kg, og 15 veturgamlir, sem vógu 72.9 kg. Er það
svipaður vænleiki og á sýningunni 1948. Fyrstu verð-
laun hlutu 11 hrútar, tafla A. Fegurstur þeirra og
bezt vaxinn var Glópur á Svanshóli, einhver allra
jafnvaxnasti og þykkvaxnasti hrútur hér á landi, en
aðeins smærri en æskilegt er. Hálfbróðir hans, Lilli
á Svanshóli, er vænn og' líka ágætlega gerður og
holdmikill. Dropi á Bassastöðum frá Bólstað er fram
úr skarandi vel gerður hrútur. Asi Guðmundar á
Kleifum cr einnig vel lagaður. Hnoðri Elíasar á Drangs-
ncsi, sonarsonur Sóma gamla á Gilsstöðum, er bæði
vænn og vel gerður með mikla ull.
El'tir hrútunum að dæma fer féð í Kaldrananes-
hrepjíi batnandi bæði að vaxtarlagi og holdafari. Enn
vantar þó mikið á, að hrútar séu orðnir nógu góðir,
einkum á utanverðri Selströndinni. Bændur þar út
með sjónum og í Drangsnesi virðast hafa lagt of
mikið kapp á að fá lil kynbóta stóra hrúta, sem
gætu verið heppilegir i landgæðum, en eru ekki nógu
þölnir og vel lagaðir til holdsöfnunar til þess að
safna vel á léttu haglendi. Alls staðar þar, sem hag-
lendi er létl eða laklega er fóðrað á vetrum, á að
rækta smátt, harðgert og þolið holdafé, en forðast
alla stóra slápa.
Árneshreppur. Sýningar voru allvel sóttar, þrátt
fyrir mjög óhagstætt veður. Sýndir voru 4ö hrútar,
24 lullorðnir, er vógu 92.6 kg, og 22 veturgamlir,
sem vógu 70.7 kg til jafnaðar. Síðast voru þar sýn-
ingar 1945, og vógu fullorðnir hrútar þá 86.9 kg og
veturgamlir 66.8 kg. Sýnir þetta, að hrútunum helur
farið mikið fram, þrátt fyrir mjög óhagstætt árferði