Búnaðarrit - 01.01.1953, Side 92
90
BÚNARARRIT
gömlu aðeins meira. Hlutfallslega fleiri hrútar hlutu
þar I. verðlaun síðast en nú. Beztu hrútarnir eru
Þjálfi og Hrotti í Reykjarfirði. Sumir hrútar séra
Þorsteins í Vatnsfirði eru vel vaxnir og holdgóðir,
en þeir höfðu svo grófa og gula ull, að ekki var hægt
að veita þeim I. verðlaun.
Ögurhreppur. Þar var sýning sæmilega sótt og mun
betur en venjulega. Sýndir voru 30 hrútar, 17 full-
orðnir og 13 veturgamlir. Þeir fyrr nel'ndu vógu 90.0
kg, en þeir veturgömlu 75.3 kg. Fyrstu verðlaun
hlutu 5 hrútar fullorðnir, er vógu 98.8 kg og 2 vetur-
gamlir, sem vógu 85.0 kg að meðaltali. Jafnbezt gerðu
hrútarnir voru Goði i Ögri, í aðra ættina frá Múla í
Nauteyrarhreppi, og Þokki á Laugabóli, þar heima
alinn. Stökkull á Eyri, sonur hrúts frá Reykjarfirði,
og Kollur í Vigur, sonur hrúts frá Hamri í Naut-
cyrarhreppi, eru báðir mjög vænir. Veturgömlu hrút-
arnir, sem fengu I. verðlaun, tafla B, einnig ættaðir
í aðra ættina frá Reykjarfirði og Hamri, eru báðir
vænir og vel gerðir og líklegir til að verða engir cftir-
bátar fidlorðnu hrútanna.
Súðavíkurhreppur. Þar voru sæmilega sóttar sýn-
ingar. Hrútarnir þar voru aðeins léttari en í Ögur-
hreppi, einkum þeir veturgömlu, sjá töflu 1. Fyrstu
verðlaun hlutu 5 hrútar fullorðnir, er vógu 97.4 kg,
tafla B. Blakkur Ólafs í Súðavík er fram úr skarandi
vel gerður, og I. verðlauna hrútar Ágúslar á Eyri eru
vel vaxnir, holdgóðir og þolslegir. Bera þeir vott um
meiri kynfestu en víðast gcrist á Vestfjörðum.
Eyrarhreppur. Sýning þar var sæmilega vel sótt.
Sýndir voru 8 hrútar fullorðnir og 5 veturgamlir. Þeir
fullorðnu vógu 91.3 kg, og þeir veturgömlu 72.0 kg.
Fullorðnu hrútarnir vógu nú tæpum 5 kg meira en
síðast, og er það góð framför. Aftur á móti voru
veturgömlu hrútarnir léttari nú en síðast. Beztu hrút-
arnir voru Bogason í Skriðu frá Jóni Andréssyni á