Búnaðarrit - 01.01.1953, Síða 101
BtJNAÐARRIT
99
gefizt Múlaféð, síðan þeir hættu að fá hrúta frá
Gottorp.
Eins og tafla E ber mcð sér, eru margir af I. verð-
launa hrútunum ættaðir frá Múla, sumpart beint eða
afkomendur Múlahrúta, er notaðir hafa verið á
Reykjanesinu, t. d. á Stað. Nefna má i því sambandi
Stað á Hríshóli, fram úr skarandi einstakling, Svan
á Stað, Draupni í Miðjanesi og Jökul í Miðhúsum,
son Draupnis. Á árunum milli 1920 og 1930 voru
keyptir í Reykhólasveitina ágætir hrútar frá Gottorp,
t. d. Goði á Reykhólum og Pjaklcur á Gillastöðum.
Þessir hrútar stórbættu féð í sveitinni, og ber margt
af því mikil einkenni Gottorpsfjár enn þann dag
i dag.
Bolli Magnúsar Þorgeirssonar, Höllustöðum, er
fram úr skarandi vænn og vel gerður og ber glögg
einkenni Gottorpsfjár. Á Kinnarstöðum mun lengi
hafa verið ágætt fé, og hefur það blandazt nokkuð
fé með Gottorpsblóði. Kinnarstaðahrútarnir, Freyr og
Dofri, eru báðir prýðilegir einstaldingar, og Fífill
Magnúsar i Bæ frá Kinnarstöðum er ágætur hrútur.
Gylfi í Mýrartungu, sem einnig er ættaður frá
Kinnarstöðum, er gríðarvænn, en ekki að sama skapi
þéttbyggður.
Bændur i Reykhólasveit, sérstaklega þó á Reykja-
nesinu, þurfa að stórauka fóðuröflun til þess að geta
alið féð belur en þeir hafa gert að undanförnu. Má
þá vænta mikils árangurs af kynhótaviðleitni þeirra,
en annars er Htils af henni að vænta fram yfir það,
sem þegar hefur áunnizt.
Það þarf alls slaðar að ala féð vel á vetrum, en þar
sein þröngt er í högum og hagabeit fremur létt, eins
og t. d. á utanverðu Reykjanesinu, þá er nauðsyn að
ala fé vel fram í græn grös til þess að mega vænta
mikilla og góðra afurða.