Búnaðarrit - 01.01.1953, Síða 146
144
BÚNAÐARRIT
skógum frá Múla og jafnframt bezt gerði hrúturinn,
sem ég sá á Veslurlandi í haust. Ekkert er hægt að
setja út á hann sem einstakling. Þar fer saman ágætur
vænleiki, tafla F, fram úr skarandi hrjóstkassabygg-
ing, óaðfinnanlegt vaxtarlag yfirleilt, prýðileg hold,
kæði á bol og limum, og mikil, góð og vel hvít ull.
Næstur honum stóð Sómi á Vígholtsstöðum frá
Ólafsdal, gullfagur hrútur með gneistandi augnhragði.
Að lioldafari og fegurð gaf hann Blika í Ljárskógum
ekkert eftir, en hann hafði aðeins of þellitla ull. Ég
held ég hafi aldrei skoðað á íslenzkum hrút betri
herðar og hetri l'yllingu aftan við hóga en á Sóma.
Öll yfirlínan cr fram úr skarandi góð. Fleiri viðbrigða-
góðir hrútar voru í Laxárdal, t. d. Hnefi í Hjarðar-
holti frá Múla í Nauteyrarhreppi, sem er minnsti og
holdmesti 100 kg hrútur, sem ég hef séð hér á landi.
Að holdafari nálgast hann hrúta af brezkum Down-
kynjum. Að sögn gefur liann fram úr skarandi þétt-
vaxin og holdgóð afkvæmi. Af Miilaættstofni eru
fleiri ágætir hrútar svo sem Krani í Hjarðarholti,
Blettur í Ljárskógum, Kubbur Jens á Höskuldsstöð-
um, Múli Ingva i Sólheimum, Goði og Hnífill á Sval-
höfða og Múli á Dönustöðum. Hrútarnir af Lauga-
bólsstofninum voru einnig margir ágætir. Þeir eru
flestir hraustlegir, ágætlega holdgóðir, einkum á baki,
en hafa heldur minna hrjóstkassarými en Múla-
hrútarnir og ekki eins mikla og góða ull. Meðal ágætra
hrúta af Laugabólsstofninum má nefna þessa: Spak,
Koll, Kolla og Svart á Gillastöðum, Lauga Eyjólfs í
Sólheimum og Bóla á Vígholtsstöðum, sem að ýmsu
leyti er þessara hrúta heztur, en hefur of gula ull.
Hnífill á Höskuldsstöðum frá Jóni Samsonarsyni i
Múla í Þingeyrarhreppi er vænn, þolslegur og ágæt-
lega holdgóður hrútur. Kubbur í Hjarðarholti frá
Baklta í Ketildalahreppi er einhver bezti hyrndi hrút-
urinn í Dalasýslu.